
Tiger styrkir ekki indíána í ár!
Sökum meiðsla í baki, sem Tiger kenndi um of mjúku rúmi á hóteli hefir hann nú dregið sig úr styrktarmóti vinar síns Notah Begay, sem fram fer árlega á Turning Stone Resort til styrktar indíánum, en Tiger hefir verið fastagestur í mótinu undanfarin ár.
Bakið var farið að plaga hann svo ililega á The Barclays að hann fór niður á hnén á lokaholum mótsins vegna verkja, sárþjáður. Engu að síður náði hann að verða í 2. sæti! Glæsilegur árangur það!!!
„Þó við (þ.e. Begay og indíánarnir) séu vonsviknir að Tiger nái ekki að spila í mótinu á þessu ári þá er mikilvægast fyrir Tiger að sjá til þess að hann nái 100% heilsu og taki enga áhættu að slasa sig,“ sagði Begay sem var herbergisfélagi Tiger í Stanford University, en þeir urðu mestu mátar á háskólaárunum og eru enn.
Tiger er þó vongóður um að hann muni tía upp á 2. móti FedExCup haustmótaraðarinnar, þ.e. Deutsche Bank Championship í Boston, sem hefst á föstudaginn.
Þar er hann í spennandi ráshóp með Adam Scott og Phil Mickelson, fyrstu tvo dagana.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024