Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2013 | 17:15

Tiger styrkir ekki indíána í ár!

Sökum meiðsla í baki, sem Tiger kenndi um of mjúku rúmi á hóteli hefir hann nú dregið sig úr styrktarmóti vinar síns Notah Begay, sem fram fer árlega á Turning Stone Resort til styrktar indíánum, en Tiger hefir verið fastagestur í mótinu undanfarin ár.

Bakið var farið að plaga hann svo ililega á The Barclays að hann fór niður á hnén á lokaholum mótsins vegna verkja, sárþjáður.  Engu að síður náði hann að verða í 2. sæti! Glæsilegur árangur það!!!

„Þó við (þ.e. Begay og indíánarnir) séu vonsviknir að Tiger nái ekki að spila í mótinu á þessu ári þá er mikilvægast fyrir Tiger að sjá til þess að hann nái 100% heilsu og taki enga áhættu að slasa sig,“ sagði Begay sem var herbergisfélagi Tiger í Stanford University, en þeir urðu mestu mátar á háskólaárunum og eru enn.

Tiger er þó vongóður um að hann muni tía upp á 2. móti FedExCup haustmótaraðarinnar, þ.e. Deutsche Bank Championship í Boston, sem hefst á föstudaginn.

Þar er hann í spennandi ráshóp með Adam Scott og Phil Mickelson, fyrstu tvo dagana.