Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2013 | 18:30

Meint sambandsslit RoCa borin tilbaka

RoCa er ný stytting á nöfnum turtildúfanna Rory McIlroy og Caroline Wozniacki (og fyrir þá sem ekki vita það þýðir RoCa klettur á spænsku en svo traust er samband þeirra að það virðist byggt að öllu leyti á bjargi en ekki sandi!!!)

Í dagblaðinu „Independant „stóð nú s.l. laugardag:

Caroline Wozniacki er „algerlega miður sín“ eftir sambandsslitin við kylfinginn Rory McIlroy!

Bíddu, hvað?

Það er satt.  Það hefir verið í fréttum að parið væri skilið að skiptum. Í Independant sagði m.a. að Rory hefði átt frumkvæðið að sambandsslitunum, en hefði ekki farið í fréttirnar með það enn.

Vitnað var í heimildarmann náinn RoCa sem sagði: „Þau eru þátíð, þetta er búið.“

Rory bar þessar sögusagnir tilbaka. Hann sagði: „Uh-huh, yeah, allt er í góðu. Bara vegna þess að við breyttum Twitter prófæl myndunum okkur þá þýðir það ekki að við séum hætt saman. En, jamm, það er allt í góðu.“

Rory tísti m.a. á Twitter:

„ I’d love to know who this guy source is… Seems to pop up in the papers all the time and is wrong 99.9% of the time!“

(Lausleg þýðing: Ég myndi gjarnan vilja vita hver þessi heimildarmaður er….. hann virðist alltaf dúkka upp í dagblöðunum og hefir í 99,9% tilfella rangt fyrir sér!“)

Fréttamaður PGA Tour, Brian Wacker  tísti líka:

„Re the rumored Rory-Wozniacki split. Not true. The two had dinner together in NYC last night & he’ll be at her match Tuesday.“

(Lausleg þýðing: „Endurskoðið meint sambandsslit Rory-Wozniacki. Ekki satt. Þau tvö borðuðu saman úti í NYC í gærkvöldi og hann verður á leik hennar á þriðjudaginn.“).

Loks tísti Caroline:

„Since my profile pic made big headlines I better change it again lol.. #dontbelieveallyoureadinpapers“

(Lausleg þýðing: þar sem prófæl myndin mín komst svona stórt á forsíðurnar þá er best að ég skipti aftur um hana (og hún setti aftur inn myndina af sér með Rory)  Hlegið upphátt!  „Ekki trúa öllu sem þið lesið í blöðunum“ 🙂