Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2013 | 17:30

Steikur fyrir holu í höggi

Þeir hjá PGA í Tennessee hafa gert samning við  Omaha Steaks, um að sérhver kylfingur sem fer holu í höggi á golfvelli hvers klúbbur er félagi í PGA í Tennessee fá 4 fríar filet mgnon steikur frá Omaha Steaks.

Vá, dragið fram grillið og rauðvínsflöskuna!

Nokkuð sem vel mætti taka til fyrirmyndar hér á landi!

Að vísu er skilyrði fyrir að fá steikurnar að viðkomandi „einherji“ verði að hafa slegið draumahöggið á holu sem er lengri en 150 yarda (þ.e. 137 metra!)