Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2013 | 12:25

Heimslistinn: Fleetwood upp um 110 sæti!

Sigurvegari Johnnie Walker mótsins á Gleneagles í Skotlandi s.l. helgi, Tommy Fleetwood  er hástökkvari vikunnar á heimslistanum þessa vikuna, en hann fer úr 272. sætinu sem hann var í fyrir mótið upp um heil 110 sæti í 162. sætið!!! Sigurinn á Johnnie Walker er fyrsti sigur Fleetwood á Evrópumótaröðinni.

Sigurvegari The Barclays, ristamótsmeistarinn ástralski Adam Scott gerir það líka gott, er kominn í 2. sæti heimslistans og er það eina breytingin á topp-12 heimslistans í þessari viku, fyrir utan auðvitað að Phil og Rory færast niður um 1 sæti í kjölfarið Phil Mickelson kominn í 3. sætið og Rory McIlroy orðinn nr. 4.

Scott  tryggði sér sigurinn á The Barclays fyrsta mótinu í FedExCup umspilinu á haustmótaröðinni með glæsilokahring upp á 66 högg, sem aðrir keppendur áttu ekkert svar við.  Annað sætið er það hæsta sem Scott hefir komist á heimslistanum!

Sjá má heimslistann í heild með því að SMELLA HÉR og stöðu efstu 12 manna á heimslistanum hér að neðan:

1. sæti Tiger Woods

2. sæti Adam Scott

3. sæti Phil Mickelson

4. sæti Rory McIlroy

5. sæti Justin Rose

6. sæti Matt Kuchar

8. sæti Brandt Snedeker

9. sæti Graeme McDowell

10. sæti Henrik Stenson

11. sæti Luke Donald

12. sæti Keegan Bradle