Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 21:15

Eimskipsmótaröðin (6): Valdís Þóra vann í kvennaflokki á Nettó-mótinu eftir bráðabana við Karenu Guðna

Klúbbmeistari GL Valdís Þóra Jónsdóttir, vann á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Nettó-mótinu, sem fram fór á einum degi, þ.e. í dag, sunnudaginn 1. september 2013.

Karen Guðnadóttir, GS varð í 2. sæti á Nettó-mótinu, síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar 2013. Mynd: Golf 1

Karen Guðnadóttir, GS varð í 2. sæti á Nettó-mótinu, síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar 2013. Mynd: Golf 1

Eftir báða hringina sem spilaðir voru í dag voru Valdís Þóra og klúbbmeistari GS, Karen Guðnadóttir jafnar á samtals 9 yfir pari; Valdís Þóra lék fyrri hringinn á 3 yfir pari, 75 höggum og seinni hringinn á 6 yfir pari, 78 höggum.

Karen hins vegar fór illa að ráði sínu á fyrri hring þar sem hún var á 10 yfir pari, 82 höggum en kom glæsilega tilbaka og spilaði heimavöllinn, seinni hringinn á 1 undir pari, 71 höggi.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Valdísar Þóru og Karenar og þar hafði Valdís Þór betur á 3. holu bráðabana.

21 kvenkylfingur var skráður til keppni og luku 14 keppni.

Úrslit í kvennaflokki í heild á Nettó-mótinu voru eftirfarandi: 

1 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 2 F 40 38 78 6 75 78 153 9
2 Karen Guðnadóttir GS 5 F 38 33 71 -1 82 71 153 9
3 Signý Arnórsdóttir GK 4 F 39 38 77 5 78 77 155 11
4 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 2 F 41 37 78 6 78 78 156 12
5 Ragna Björk Ólafsdóttir GKG 6 F 41 37 78 6 78 78 156 12
6 Anna Sólveig Snorradóttir GK 4 F 40 45 85 13 78 85 163 19
7 Saga Traustadóttir GR 8 F 44 42 86 14 83 86 169 25
8 Þórdís Geirsdóttir GK 6 F 45 42 87 15 83 87 170 26
9 Halla Björk Ragnarsdóttir GR 7 F 39 46 85 13 86 85 171 27
10 Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 12 F 41 44 85 13 90 85 175 31
11 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 15 F 44 38 82 10 95 82 177 33
12 Hansína Þorkelsdóttir GKG 10 F 47 43 90 18 90 90 180 36
13 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 19 F 48 41 89 17 95 89 184 40
14 Hildur Rún Guðjónsdóttir GK 12 F 49 43 92 20 93 92 185 41