Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2013 | 07:45

LPGA: Suzann Pettersen sigraði á Safeway Classic

Það var „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, sem sigraði á Safeway Classic mótinu á Pumkin Ridge í Oregon rétt í þessu.

Pettersen spilaði á samtals 20 undir pari, 268 höggum (68 63 70 67).

Þetta varð 19 sigur Pettersen og sá 12. á LPGA.

Í 2. sæti 2 höggum á eftir henni, á samtals 18 undir pari varð nr. 2 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis.

Í 3. sæti á 17 undir pari varð Lizette Salas, sem skilaði þar með enn einum topp-5 árangrinum á stórmóti og í 4. sæti á 16 undir pari varð Cristie Kerr.

Í 5. sæti varð síðan Caroline Masson á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Safeway Classic SMELLIÐ HÉR: