Lindsey Vonn og Tiger Woods meðan allt lék í lyndi og þau voru ástfangin upp yfir haus
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2013 | 08:00

Vonn um Tiger: „Hann skilur ekki einu sinni eftir klósettseturnar uppi!“

Lindsey Vonn sagði í nýlegu viðtali við People Magazine að hún væri mjög hamingjusöm í sambandi sínu við Tiger Woods.

„Það er virkilega ekkert við hann (Tiger) sem fer í taugarnar á mér,“ sagði Ólympíuskíðastjarnan Lindsey Vonn, 28 ára. „Hann skilur ekki einu sinni eftir uppi (klósett)seturnar! Það er frábært!“

Í viðtalinu kemur m.a. fram hversu fljótt líf Vonn hefur tekið breytingum eftir að hún skildi við fv. eiginmann sinn Thomas Vonn.

„Frá persónulegum sjónarhóli hefir allt í lífi mínu breyst. Þetta er algjörlega 180° umsnúningur á stuttum tíma,“ sagði Vonn m.a. Ég fór frá því að vera gift í LA til þess að búa ein og síðan í það að eiga aftur kæresta og vera algerlega undir sjálfri mér komin og súper-sjálfstæð.“

Um samband sitt við Tiger í heildina tekið sagði Vonn: „Það er frábært. Ég elska það!“

Vonn hitti Tiger á góðgerðarsamkomu árið 2012 og þau tilkynntu um samband sitt í mars á þessu ári (2013).

Um það hvort gifting væri á næstunni sagðist Vonn ekki vilja gifta sig (skv. viðtali í Huffington Post), en væri til í að stofna fjölskyldu. Hún sagði að í dag þyrfti ekkert giftingarvottorð til þess að eiga í hamingjusömu sambandi jafnvel til lífstíðar.

Í öðru viðtali við ABC News sagði Vonn að þau Tiger væru alltaf að keppa við hvort annað í öllu, tennis, borðtennis hverju sem væri og venjulega tapaði hún, sem væri tilefni til að verða þunglynd. Hins vegar segist Vonn vera betri en Tiger í leik nokkrum, sem snýst um að vera fljótur að slá í hendur þess sem keppt er við (ens. handslapping-game) vegna þess að hún sé viðbragðsbetri og hafi betra jafnvægi. Spurning hvort Tiger sé sammála þessu? Og svo þarf ekki að fara mörgum orðum um að Lindsey stendur heilum stjörnubrautum framar Tiger í skíðaíþróttinni alveg eins og hann stendur henni framar í golfinu.

Í þessari viku mun Lindsey einmitt í fyrsta skipti koma sér á skíði eftir slysið í Schladmig í Austurríki, þar sem hún fótbrotnaði illilega og Tiger sendi einkaþotu sína eftir henni til þess að flytja hana heim til Bandaríkjanna.

Lindey æfiir í skíðabrekkum í Chile og sagðist myndu komast í fyrsta skipti í skíðabrekku einmitt í dag (mánudaginn 2. september 2013).

„Ég fer eflaust mun hægar en ég vil…. en mér finnst bara spennandi að vera þarna úti aftur, að vera í fjöllunum og þeysast niður brekkurnar.“

Vonn sagðist líka vonast til þess að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Sochi, í Rússlandi, 2014.  Og hún vonast eftir að Tiger komi með.

„Hann verður reyndar eins og fiskur á þurru landi í kaldri veðráttunni,“ sagði Vonn „en það verður bara reglulega sætt!!!“