Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2013 | 00:30

Garcia með 2 högga forystu á Stenson

Spænski kylfingurinn Sergio Garcia er í fyrsta sæti eftir 3. dag 2. móts FedEx Cup umspilsins, Deutsche Bank Championship, sem fram fer í Norton Massachussetts, nánar tiltekið TPC Boston.

Sergio er nú samtals á 19 undir pari og hefir 2 högga forystu á Svíann Henrik Stenson sem er í 2. sæti á samtals 17 undir pari.

Þriðja sætinu deila Kanadamaðurinn Graeme DeLaet og „góði gæinn á Túrnum“ Steve Stricker, báðir á samtals 16 undir pari, hvor.

Á 15 undir pari eru síða Jason Dufner og Roberto Castro, sem deila 5. sætinu.

Rory er í 29. sæti ásamt 11 öðrum kylfingum, sem allir hafa spilað á samtals 8 undir pari m.a. Phil Mickelson og Dustin Johnson

Tiger gengur jafnvel enn verr; er  á samtals 6 undir pari og í 49. sæti , sem hann deilir með 8 öðrum kylfingum, þ.á.m. Lee Westwood.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á TPC Boston SMELLI Ð HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Deutsche Bank Championship á TPC Boston SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á Deutsche Bank Championship á TPC Boston SMELLIÐ HÉR: