Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 22:00

Golfgrín á sunnudegi

Nr. 1

Segir einn kvenkylfingurinn við annan kvenkylfing: „Það er óforskammað af þér að halda því fram að maðurinn minn sé með vörtu á limnum.“

„Það er ekki rétt,“ svarar hinn kvenkylfingurinn. „Ég sagði það ekkert!!! Ég sagði bara að ég hefði það af og til á tilfinningunni!!!“

Nr. 2

Í kirkjunni veit maður strax hver af hinum trúuðu eru kylfingar. „Hvernig er hægt að sjá það?“ „Nú, kylfingar eru þeir sem nota „interlocking-gripið“ þegar þeir biðja!

Nr. 3

Á heimskautasvæðinu spila tvær mörgæsir golf á ísjaka.  Þær eru rétt búnar að pútta rauðu golfboltunum sínum, þá segir önnur mörgæsin við hina: „Hefurðu heyrt það að annarsstaðar er  spilað er með hvítum boltum?“   Hin mörgæsin hristir vantrúuð kollinn. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig það á að virka.“