Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 20:45

Eimskipsmótaröðin (6): Signý og Rúnar urðu stigameistarar!!!

Systkinin Rúnar og Signý Arnórsbörn úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði urðu í kvöld stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni, árið 2013.

Rúnar Arnórsson, GK.

Rúnar Arnórsson, GK – Stigameistari GSÍ 2013!!!! Frábær árangur – Innilega til hamingju

Rúnar varð í 3.-4. sæti á samtals 4 yfir pari, á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar í ár Nettó-mótinu, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í dag. (Mótið var stytt í 36 holu mót sem leikið var á einum degi). Þriðja sætið dugði Rúnari í stigameistaratitilinn en helstu keppinautar hans Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR tóku ekki þátt í mótinu.

Signý þegar hún tók við stigameistaratitlinum 2011 í höfuðstöðvum Arion banka. Mynd: Golf 1

Signý þegar hún tók við stigameistaratitlinum 2011 í höfuðstöðvum Arion banka. Mynd: Golf 1

Í kvennaflokki sigraði systir Rúnars, Signý, stigameistaratitil GSÍ 3. árið í röð. Frábær árangur þetta hjá frábærum kvenkylfingi!!! Signý varð í 3. sæti á Nettó-mótinu og fékk 1065 stig fyrir það sæti. Sigurstig Signýjar 2013 voru samtals 6382,5.

Golf 1 óskar Rúnari og Signýju innilega til hamingju með stigameistarartitlana!!!