Af hverju valdi Nick Price Brendon de Jonge í Alþjóðaliðið í Forsetabikarnum?
Í nýlegri grein Golf Digest segir að Nick Price, fyrirliði Alþjóðaliðsins í Forsetabikarnum hafi valið Brendon de Jonge í Alþjóðalið sitt í Forsetabikarnum vegna þess að Price þekkir föður de Jonge, Rick (sem nú er 76 ára og er í dag bankastjóri á eftirlaunum). Þeir Nick og Rick de Jonge voru báðir félagar í Warren Hills. Brendon de Jonge er frá Zimbabwe og hlaut algjört forréttinda uppeldi hinna ríku og valdi golf umfram krikket. Hann er líka góður vinur Nick Price; hefir m.a. gist hjá Price á heimili þess síðarnefnda á Jupiter Island í Flórída s.l. 3 ár, þegar Honda Classic mótið hefir farið fram nálægt heimili Price. „Nick er Lesa meira
Bandaríkin sigruðu í Walker Cup
Bandaríska Walker Cup liðið bar sigur úr býtum í viðureign sinni við lið Breta&Íra í Southampton, New York í gær, 17-9. Eftir 1. dag var staðan þegar 8-4 liði Bandaríkjanna í vil. Og eftir seinni dag var allt jafnt 2-2. Á 3. degi í tvímenningsleikjunum þurfti lið Bandaríkjanna aðeins að vinna 3,5 stig af 10 til þess að fá Walker bikarinn til Bandaríkjanna, en liðið sýndi yfirburði sína með því að vinna 7 leiki af 10. Næst fer Walker Cup keppnin fram í Royal Lytham and St. Anne´s í september 2015. Eftir þessa keppni hefir bandaríska Walker Cup liðið eftirfarandi tölfræði: 35-8-1.
Gallacher á batavegi eftir hjartaáfall
Fyrrum fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup (árin 1991, 1993, 1995), Bernhard Gallacher, er á góðri bataleið eftir hjartaáfall, sem hann hlaut fyrir meira en viku síðan. Sjálfur spilaði hann í 8 Ryder Cup keppnum og vann 10 titla á Evrópumótaröðinni. Fyrsta Ryder Cup mótið sitt spilaði hann 1969, sama ár og hann varð sá yngsti til þess að sigra í PGA Championship risamótinu, 20 ára, 97 daga ungur. Í dag er Gallacher 64 ára og er að ná heilsu en á tímabili var tvísýnt um líf hans, en hann var fluttur á Aberdeen Royal Infirmary, þar sem hann hefri verið að braggast. Dóttir Gallacher, sem er sjónvarpsþula í skosku sjónvarpi, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel hefur leik á Sam Hall Intercollegiate í dag
Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hefja leik í dag, 9. september 2013 á Sam Hall Intercollegiate. Þetta er tveggja daga mót sem lýkur á morgun. Þátttakendur eru u.þ.b. 87 frá 15 háskólum. Fylgjast má með gengi Axels með því að SMELLA HÉR:
Íslandsbankamótaröðin (7): Úrslit – Myndasería
Í dag fór fram seinni hringur á 7. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2013. Veðrið var keppendum ekki hliðhollt og varð m.a. að fella niður fyrri umferð í flokkum 14 ára og yngri og í flokki 15-16 ára telpna í gær. Í dag var Golf 1 á staðnum og varð vitni að þeim aðstæðum sem keppendurnir máttu fást við en það var þungskýjað og rigndi á köflum, kalt og hvasst. Upphaflega voru 147 skráðir í mótið en 121 lauk keppni, þar af 30 kven- og 91 karlkylfingur. Á besta skorinu yfir allt mótið varð Arnór Snær Guðmundsson, GHD, á 1 undir pari, 70 höggum af þeim sem spiluðu 1 hring og Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (7) – á Grafarholtsvelli – 8. september 2013
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn, Ingunn Gunnars og Berglind Björns hefja leik á Cougar Classic í dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest, Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman og Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG hefja leik í dag á Cougar Classic mótinu. Leikið er í Yeamans Hall, Hanahan í Suður-Karólínu. Keppendur eru 108 frá 20 háskólum. Langt er síðan að 3 Íslendingar hafa keppt í sama háskólamótinu vestra. Fylgjast má með gengi þeirra Ólafíu Þórunnar, Ingunnar og Berglindar með því að SMELLA HÉR:
Íslandsbankamótaröðin (7): Óðinn Þór með örn báða daga á 12. holu í Grafarholtinu!
Tólfta holan í Grafarholtinu virðist vera hola Óðins Þórs Ríkharðssonar, GKG, en hann náði þeim glæsiárangri að fá örn á þá holu báða keppnisdaga á 7. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar. Tólfta holan er par-5, 433 metra. Glæsilegur árangur hjá Óðni Þór, en leiðindaveðrið sem var báða keppnisdaga virtist engin áhrif hafa á hann!!! Hann var á besta skori allra keppenda sem spiluðu 2 hringi í mótinu; hann var á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (74 73) og sigraði í drengjaflokki 15-16 ára. Þess mætti geta að Óðinn Þór vann líka síðasta mótið í Oddinum á Unglingamótaröðinni í fyrra! Frábær kylfingur þetta, Óðinn Þór Ríkharðsson!!!
Birgir Leifur lauk leik á samtals 6 yfir pari
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk í dag keppni í Pléneuf, Frakklandi á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu. Samtals lék Birgir Leifur á 6 yfir pari (65, 73 75 73) og endaði í 47. sæti í mótinu. Fyrir 47. sætið fær Birgir Leifur € 828 (u.þ.b. 130.000 íslenskar krónur). Sigurvegari mótsins varð Ítalinn Andrea Pavan á samtals 11 undir pari, en hann var búinn að leiða alla daga mótsins og átti hann 4 högg á næstu menn Englendinginn Robert Dinwiddie og Wales-verjann Rhys Davies, sem léku á 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu SMELLIÐ HÉR:
LET: Artis vann í Helsingborg
Ástralski kylfingurinn Rebecca Artis sigraði á Helsingborg Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Þetta er fyrsti sigur hennar á Evrópumótaröðinni. Þegar Rebecca tók við sigurbikaranum gat hún vart loftað honum en hann vegur 25 kg. Sigurskor Artis var 8 undir pari, 280 högg (68 71 71 69) og átti hún 1 högg á þá sem varð í 2. sæti „heimakonuna“ Caroline Hedwall. Í þriðja sæti varð franska stúlkan Valentine Derrey á samtals 5 undir pari og í 4. sæti varð Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku á samtals 3 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Helsingborg Open SMELLIÐ HÉR:








