Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2013 | 12:50

Bandaríkin sigruðu í Walker Cup

Bandaríska Walker Cup liðið bar sigur úr býtum í viðureign sinni við lið Breta&Íra í Southampton, New York í gær, 17-9.

Eftir 1. dag var staðan þegar 8-4 liði Bandaríkjanna í vil.  Og eftir seinni dag var allt jafnt 2-2.

Á 3. degi í tvímenningsleikjunum þurfti lið Bandaríkjanna aðeins að vinna 3,5  stig  af 10 til þess að fá Walker bikarinn til Bandaríkjanna, en liðið sýndi yfirburði sína með því að vinna 7 leiki af 10.

Næst fer Walker Cup keppnin fram í  Royal Lytham and St. Anne´s í september 2015. Eftir þessa keppni hefir bandaríska Walker Cup liðið eftirfarandi tölfræði: 35-8-1.