
Af hverju valdi Nick Price Brendon de Jonge í Alþjóðaliðið í Forsetabikarnum?
Í nýlegri grein Golf Digest segir að Nick Price, fyrirliði Alþjóðaliðsins í Forsetabikarnum hafi valið Brendon de Jonge í Alþjóðalið sitt í Forsetabikarnum vegna þess að Price þekkir föður de Jonge, Rick (sem nú er 76 ára og er í dag bankastjóri á eftirlaunum). Þeir Nick og Rick de Jonge voru báðir félagar í Warren Hills.
Brendon de Jonge er frá Zimbabwe og hlaut algjört forréttinda uppeldi hinna ríku og valdi golf umfram krikket.
Hann er líka góður vinur Nick Price; hefir m.a. gist hjá Price á heimili þess síðarnefnda á Jupiter Island í Flórída s.l. 3 ár, þegar Honda Classic mótið hefir farið fram nálægt heimili Price.
„Nick er orðinn góður vinur minn,“ sagði DeJonge m.a. eitt sinn í viðtali.
Þ.a.l. kemur fáum á óvart að Nick Price velji vin sinn umfram Tim Clark, sem mörgum fannst eiga fremur heima í liðinu en Brendon DeJonge; t.a.m. er Clark nr. 61 á heimslistanum en Brendon deJonge „aðeins“ nr. 70.
Eins hefir de Jonge ekki spilað í öllum risamótum á eftir að keppa í the Masters og Opna breska, meðan Tim Clark hefir keppt í öllum og staðið sig ljómandi vel þar, m.a. skilað 2. eða 3. sætinu í þremur risamótanna.
Öfugt við de Jonge; af 176 mótum, sem de Jonge hefir spilað á PGA Tour hefir hann 50 sinnum verið meðal 25 efstu, 22 sinnum verið meðal efstu 10 og besti árangur hans þar er 2. sætið á Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open, á s.l. ári.
Tim Clark hefir hins vegar sigrað á the Players Championship, sællar minningar 2010 og á þar að auki 3 sigra í beltinu á Evrópumótaröðinni, 2 á Sólskinstúrnum, 1 á Ástralasíu túrnum, 2 á kanadíska PGA túrnum, 2 á Nationwide Tour auk 3 annarra sigra á mótum atvinnumanna.
De Jonge hefir aðeins sigrað í 1 móti á Web.com Tour; Xerox Classic, 2008.
Hins vegar er það ekki bara frammistaðan á ýmsum mótum eða röðunin á heimslistanum sem skiptir máli í hópkeppnum. Þar skiptir persónuleiki viðkomandi ekki síður miklu.
Brendon de Jonge var bandaríska háskólagolfinu og spilaði með golfliði í Virginia Tech. Í Virginia Tech var herbergisfélagi hans Johnson Wagner, sem nú spilar líka á PGA Tour. Wagner sagði m.a. eftirfarandi um fyrrum skólafélaga sinn:
„Hann er einn skemmtilegasti náunginn sem ég hef umgengist. Persónuleiki hans er fullkominn fyrir hópíþrótt. Honum líður vel í öllum aðstæðum. Ég hugsa að hann verði frábær félagi vegna þess að hann er svo stöðugur leikmaður og hann lætur tilfinningar sínar sjaldnast hlaupa með sig í gönur.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024