Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2013 | 20:15

Birgir Leifur lauk leik á samtals 6 yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  lauk í dag keppni í Pléneuf, Frakklandi á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu.

Samtals lék Birgir Leifur á 6 yfir pari (65, 73 75 73) og endaði í 47. sæti í mótinu.

Fyrir 47. sætið fær Birgir Leifur € 828  (u.þ.b. 130.000 íslenskar krónur).

Sigurvegari mótsins varð Ítalinn Andrea Pavan á samtals 11 undir pari, en hann var búinn að leiða alla daga mótsins og átti hann 4 högg á næstu menn Englendinginn Robert Dinwiddie og  Wales-verjann Rhys Davies, sem léku á 7 undir pari, hvor.

Andrea Pavan

Andrea Pavan

Til þess að sjá lokastöðuna á  Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu  SMELLIÐ HÉR: