Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2013 | 20:55

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn, Ingunn Gunnars og Berglind Björns hefja leik á Cougar Classic í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest, Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman og Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG hefja leik í dag á Cougar Classic mótinu.

Leikið er í Yeamans Hall, Hanahan í Suður-Karólínu.  Keppendur eru 108 frá 20 háskólum.

Langt er síðan að 3 Íslendingar hafa keppt í sama háskólamótinu vestra.

Fylgjast má með gengi þeirra Ólafíu Þórunnar, Ingunnar og Berglindar með því að SMELLA HÉR: