Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2013 | 20:00

LET: Artis vann í Helsingborg

Ástralski kylfingurinn Rebecca Artis sigraði á Helsingborg Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Þetta er fyrsti sigur hennar á Evrópumótaröðinni. Þegar Rebecca tók við sigurbikaranum gat hún vart loftað honum en hann vegur 25 kg.

Sigurskor Artis var 8 undir pari, 280 högg (68 71 71 69) og átti hún 1 högg á þá sem varð í 2. sæti „heimakonuna“ Caroline Hedwall.

Í þriðja sæti varð franska stúlkan Valentine Derrey á samtals 5 undir pari og í 4. sæti varð Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku á samtals 3 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Helsingborg Open SMELLIÐ HÉR: