Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2013 | 20:45

Íslandsbankamótaröðin (7): Óðinn Þór með örn báða daga á 12. holu í Grafarholtinu!

Tólfta holan í Grafarholtinu virðist vera hola Óðins Þórs Ríkharðssonar, GKG, en hann náði þeim glæsiárangri að fá örn á þá holu báða keppnisdaga á 7. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar.

Tólfta holan er par-5, 433 metra.

Glæsilegur árangur hjá Óðni Þór, en leiðindaveðrið sem var báða keppnisdaga virtist engin áhrif hafa á hann!!!

Hann var á besta skori allra keppenda sem spiluðu 2 hringi í mótinu; hann var á samtals 5 yfir pari, 147 höggum  (74 73) og sigraði í drengjaflokki 15-16 ára.  Þess mætti geta að Óðinn Þór vann líka síðasta mótið í Oddinum á Unglingamótaröðinni í fyrra!

Frábær kylfingur þetta,  Óðinn Þór Ríkharðsson!!!