
Rory úr öskunni í eldinn
Rory McIlroy gekk s.s. allir muna af velli á Honda Classic í mars og bar við tannpínu, hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska risamótinu í sumar eftir 1. hring upp á 79.
En á engum punkti í þessari lægð sem Rory er í hefir hann fylgt slæmum hring upp á 70 og eitthvað súperhátt, s.s. í fyrradag 78 eftir með svipuðum hring þ.e. 77 í gær.
Hæsta skor hans á keppnistímabilinu var á 3. hring The Masters, 79 högg en fyrstu tveir hringir hans í BMW Championship á Conway Farms eru versti samanlagði „árangur“ Rory í ár.
Frá því í febrúar á þessu ári hefir Rory, (fyrrum heimsins besti kylfingur) aðeins 4 sinnum verið meðal efstu 10 og er besti árangur hans 2. sætið á Valero Texas Open í apríl. Þá héldu enn allir að allt væri á uppleið hjá honum, það tæki aðeins smá tíma fyrir hann að venjast nýju Nike kylfunum, en hann virðist síðan þá bara hafa farið úr öskunni í eldinn. Og úr 1. sæti heimslistans í 4. sætið!
Á hringnum slæma í gær fékk Rory 4 skolla og 1 skramba á fyrri 9 og tók það pínulítið tilbaka með 1 fugli. Seinni 9 voru litlu betri en þar voru skollar Rory þó „aðeins“ 2 og hann fékk 1 fugl. Útkoman 77 högg og samtals með slæma skorinu daginn áður upp á 78 högg þ.e. 155 höggum er Rory í 3. neðsta sætinu, þ.e. 68 sætinu af þeim 70 sem keppa í BMW Championship.
Nokkuð öruggt er að Rory er ekki einn af þeim 30 sem þátt taka í Tour Championship.
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
- júní. 21. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022