Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2013 | 15:00

Hver er kylfingurinn: Webb Simpson? (1/3)

Fred Couples hefir nú 59 ástæður til þess að velta fyrir sér hvort hann hafi valið réttu kylfinganna í Forsetabikarslið sitt … m.ö.o.  naga sig í handarbökin að hafa ekki valið Jim Furyk, sem í gær skrifaði sig í sögubækurnar eftir að hafa verið á skori upp á 59 högg í BMW Championship.

Couples valdi Webb Simpson í lið Bandaríkjanna í Forsetabikarinn sem fram fer 3.-6. október 2013 (þ.e. í næsta mánuði) á Muirfield velli í Dublin, Ohio.  Simpson skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra þegar hann vann Opna bandaríska risamótið. Hann er einn af bestu kylfingum heims, sem stendur í 25. sæti heimslistans. Aðeins munaði $ 6000 í verðlaunafé á Deutsche Bank Championship að Webb Simpson ynni sjálfur fyrir sæti sínu í Forsetabikarsliðinu og finnst flestum sjálfsagt að Couples hafi valið hann.  En margir vita ekkert umfram framangreint um Webb Simpson. Hver er kylfingurinn, eiginlega?

James Frederick Webb Simpson fæddist 8. ágúst 1985 í Raleigh, Norður-Karólínu.  Foreldrar hans eru Evander Samuel „Sam“ Simpson III og Debbie Webb Simpson.  Webb var sá 5. í röðinni af sex börnum þeirra.

Webb er s.s. að framan greinir þekktastur fyrir að sigra Opna bandaríska risamótið 2012 og sem áhugamaður fyrir að vera í liðum Bandaríkjanna sem unnu Walker Cup 2007 og Palmer Cup 2007.

Í háskóla spilaði Simpson með golfliði Wake Forest University, þ.e. var í sama háskóla og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er í og hann var þar á Arnold Palmer golfstyrk.

Eftir að gerast atvinnumaður í golfi spilaði Simpson á Nationwide Tour, þar sem hann varð í 2. sæti tvívegis.

Simpson komst á PGA Tour eftir T-7 árangur á Q-school  PGA árið 2008.

Á árinu 2011 vann Simpson tvívegis fyrstu sigra sína á PGA Tour; fyrri sigurinn kom á Wyndham Championship, sama móti og Ólafur Loftur Björsson spilaði á og í the Deutsche Bank Championship. Þessir sigrar urðu til þess að hann landaði 2. sætinu á peningalista PGA Tour. Hann var líka í sigurliði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum 2011.

Simpson kvæntist Taylor Dowd Keith 2. janúar 2010, í Charlotte, Norður-Karólínu. Árið 2011 átti parið sitt fyrsta barn, soninn James og 28. júlí 2012 eignuðust Webb og Dowd annað barn sitt, dótturina Willow Grace.

Simpson stofnaði árið 2010 unglingamót, sem fram fer árlega með vini sínum og núverandi framkvæmdastjóra mótsins Mark Bentley.  Mótið ber nafn Webb: the Webb Simpson Challenge.

Áhugamannsferill Webb Simpson

Simpson spilaði golf í menntaskóla þ.e.í Broughton High áður en hann spilaði með golfliði Wake Forest University á Arnold Palmer golfstyrk.  Hann var þrisvar sinnum All-American og ACC kylfingur ársins árið 2008. Hann var í sigurliði Bandaríkjanna í Walker Cup 2007 og í sigurliði Bandaríkjanna í Palmer Cup árið 2007.

Fyrstu árin sem atvinnumaður
Eftir að gerast atvinnumaður í golfi árið 2008, spilaði Simpson bæði á PGA Tour og Nationwide Tour á undanþágum styrktaraðila. Hann var tvisvar sinnum í 2. sæti á  mótum á  Nationwide Tour, þ.á.m. tapaði hann í bráðabana í Chattanooga Classic. Hann tók síðan eins og áður segir þátt í Q-school PGA Tour og var í 7. sæti sem hann deildi með öðrum og hlaut þar með kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2009.

Hann átti gott nýliðaár þar sem hann var tvívegis meðal efstu 10, þ.e. hann var í 9. sæti á Sony Open í Hawaii, sem hann deildi með öðrum og í 5. sæti sem hann deildi með öðrum á the Bob Hope Classic. Simpson átti síðan í vandræðum þ.e. náði ekki niðurskurði í 9 næstu mótum, en náði sér á strik um sumarið sem varð m.a. til að hann fékk þátttökurétt í FedExCup umspilinu.  Þar varð hann í 8. sæti á The Barclays sem tryggði honum spilarétt í 2. og 3. mótinu, þar til hann komst ekki áfram eftir að landa 62. sætinu (í BMW Championship).  Hann lauk 1. keppnistímabili sínu með fjóra topp-10 árangra og hélt korti sínu eftir að landa 70. sætinu á peningalistanum.

Simpson gekk verr 2010, þá varð hann aðeins tvívegis meðal efstu 10 og í báðum tilvikum kom árangurinn í lok keppnistímabilsins. Hann varð í 94. sæti peningalistans  en það góða var að hann hélt keppnisrétti sínum og korti á PGA Tour fyrir 2011 keppnistímabilið.