Afmæliskylfingur dagsins: Kevin Na ————- 15. september 2013
Það er Kevin Sangwook Na (á kóreönsku: 나상욱 og hanja: 羅相昱) sem er afmæliskylfingur dagsins. Na er fæddur 15. september 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Na komst í fréttirnar í maí 2012 á the Players vegna endalauss vaggs þ.e. margendurtekinna æfingasveiflna áður en boltinn varr sleginn og var átalinn fyrir hægagang í golfinu. Hann hratt af stað heilmikilli herferð gegn hægum leik í golfi. Að öðru leyti er Kevin Na mjög sérstakur kylfingur og var talið að hann hefði farið á taugum á lokahringnum á Players eftir að hafa verið í forystu mestallt mótið vegna áhorfenda sem púuðu á hann þegar hann „vaggaði“; söngluðu NaNaNa hvert sem Kevin Na fór o.s.frv. Lesa meira
Evróputúrinn: Luiten vann Jiménez í bráðabana
„Heimamaðurinn“ Joost Luiten hafði betur gegn spænska kylfingnum Miguel Ángel Jiménez í bráðabana á KLM Open, sem fram hefir farið á golfvelli Kennemer í Zandevoort í Hollandi. Þeir Luiten og Jiménez voru báðir á 12 undir pari, 268 höggum; Luiten (69 65 66 68) og Jiménez (64 67 70 67). Það varð því að koma til bráðabana og hafði Luiten betur þegar á 1. holu bráðabanans, þ.e. 18. holunni þar sem hann fékk fugl en Jiménez par. Í 3. sæti í mótinu urðu 4 kylfingar á samtals 9 undir pari, þ.e. 3 höggum á eftir Luiten og Jiménez sem voru í sérflokki. Þessir fjórir kylfingar eru: Ross Fisher, Simon Dyson, Lesa meira
GHD: Arnór Snær fór holu í höggi
Arnór Snær Guðmundsson, GHD, fór holu í höggi í Opna Veisluþjónustumótinu í gær. Í því móti var leikinn betri bolti og var Arnór Snær í liðinu „Heilaðir“ ásamt Sigurði Ingvari Rögnvaldssyni. Sigurvegarar mótsins voru „Dívurnar“ með Marsibil Sigurðardóttur og Bryndísi Björnsdóttur innanborðs. Þátt tóku 14 lið og voru úrslitin eftirfarandi: Dífurnar 45 punktar Hellaðir 44 punktar Svilarnir 44 punktar Hamarsmenn 42 punktar O brother where art thou 40 punktar Bumburnar 39 punktar Grænu sykurpúðarnir 37 punktar Kylfurnar 37 punktar Dúfurnar 37 punktar Kollegar 36 punktar Sunddífurnar 34 punktar Albatrossarnir 32 punktar Formennirnir 31 punktur Séra Krummi 25 punktar Draumahögginu náði Arnór Snær á 7. holu Arnarholtsvallar, sem er 81 metra Lesa meira
Tiger enn ósáttur við vítið – Myndskeið
Tiger Woods er enn ósáttur við 2 högga vítið sem hann fékk fyrir að hreyfa lausung út stað. Í viðtali sem tekið var við hann eftir 3. hring í gær sagði hann að frá sínum sjónarhóli hefði sér virtst að boltinn hefði aðeins titrað (ens. oscillated) en ekki hreyfst úr stað. Á 3. hring var Tiger á 5 undir pari, 66 höggum og hann sagði að það hefði verið afar erfitt að koma sér aftur meðal efstu manna, en hann er nú í 5. sæti fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag. Samtals er Tiger búinn að spila 9 undir pari, 204 höggum (66 70+2 66) og hefði hann ekki Lesa meira
GK: Golfkennarar láta af störfum
Sigurpáll Geir Sveinsson og Jóhann Hjaltasson golfkennarar Keilis, hafa óskað eftir því við stjórn Keilis að láta af störfum til að takast á við ný verkefni. Stjórnin hefur orðið við þeirri ósk. Sigurpáll hefur starfað hjá Keili síðastliðin fjögur ár og Jóhann síðustu þrjú ár. Sigurpáll Geir ásamt Jóhanni og Björgvini Sigurbergssyni, sem hætti fyrir ári síðan hafa átt stærstan þátt í velgengni barna og unglinga GK á mótaröðum GSÍ. Það er því eftirsjá af þessum frábæru golfkennurum.
Evian Masters í beinni
Nú er komið að lokahring 5. risamóts kvennagolfsins í Evian-les-Bains, en mótið var stytt í 54 holu mót vegna úrhellisrigningar og óspilanlegra aðstæðna 1. daginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Evian Masters mótið spilast sem risamót. Sú sem er í forystu fyrir lokahringinn er japanska stúlkan Mika Miyazato, en á hæla hennar eru Suzann Pettersen, Lydia Ko og Stacy Lewis. Inbee Park átti m.a. færi á að skrá sig í sögubækurnar með sigri í mótinu, en ekki aðeins var hún að reyna að verja titil sinn, heldur með sigri hefði hún orðið eini kylfingurinn, hvort heldur er kven-eða karlkyns til þess að sigra í 4 risamótum á sama keppnistímabilinu. Ljóst er Lesa meira
KLM Open í beinni
KLM Open er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Spilað er á golfvelli Kennemer Golf & CC í Zandvoort í Hollandi. Hér er hollenski snillingurinn Joost Luiten á heimavelli en hann leiðir einmitt fyrir lokahringinn. Til þess að fylgjast með KLM Open í beinni SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með keppendum á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 12. sæti á Tar Heel eftir fyrri dag
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State léku fyrstu tvo hringina í Tar Heel Intercollegiate mótinu, en það fer fram á golfvelli UNC Finley í á Chapel Hill, Norður-Karólínu. Það eru 81 keppendur frá 14 háskólum sem þátt taka. Eftir fyrstu tvo hringina er Guðmundur Ágúst í 12. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 145 höggum (71 74). Hann er á 1.-2. besta skori liðs síns ETSU Bucs, sem er í 7. sæti í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með stöðunni og Guðmundi Ágúst SMELLIÐ HÉR:
Furyk heldur forystu á 3. degi BMW Championship
Jim Furyk hefir nauma forystu fyrir lokahring BMW Championship, Hann er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (72 59 69). Á hæla Furyk er Steve Stricker, sem aðeins er 1 höggi á eftir á samtals 12 undir pari, 201 höggi (66 71 64). Í 3. sæti er síðan Brandt Snedeker (á samtals 11 undir pari); Zach Johnson er í 4. sæti (á samtals 10 undir pari) og síðan kemur Tiger í 5. sæti (á samtals 9 undir pari). Högg dagsins átti Hunter Mahan sem fékk ás á 17. holu Conway Farms golfvallarins. Tekst Tiger að vinna upp 4 högga forystu Furyk seinna í dag og standa Lesa meira
Mika Miyazato heldur forystu í Evian Masters
Japanska stúlkan Mika Miyazato heldur forystu í Evian Masters mótinu en hún leiddi eftir fyrsta keppnisdag. Mika er á samtals 8 undir pari, 134 höggum (65 69). „Ég reyndi bara að spila mitt besta golf“ var meðal þess sem Mika sagði. Í 2. sæti eru hin 16 ára Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, sem átti sérlega glæsilegan 2. hring þar sem hún vann upp 2 högg á Mika og „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen. Báðar eru þær stöllur Ko og Pettersen á 7 undir pari, 135 höggum; Ko (68 67) og Pettersen (66 69). Ko sagði m.a. eftir hringinn: „Ég hef í raun aldrei verið að keppa til úrslita í risamóti Lesa meira










