Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2013 | 15:30

Evróputúrinn: Luiten leiðir fyrir lokahringinn

„Heimamaðurinn“ Joost Luiten leiðir á KLM Open á samtals 10 undir pari, 200 höggum (69 65 66).

Hann hefir 1 höggs forskot á Spánverjann Miguel Ángel Jiménez sem spilað hefir á 9 undir pari, 201 höggi (64 67 70), og er búinn að leiða alla mótsdagana.

Írinn Damien McGrane og Frakkinn Julien Quesne eru í þriðja sæti á 8 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á KLM Open  SMELLIÐ HÉR: