Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2013 | 15:30

Tiger fúll með 2 högg í víti – Myndskeið

Tiger fékk 2 högg í víti fyrir að hreyfa bolta þegar hann fjarlægði litla trjágrein á 1. holu 2. hrings á BMW Championship í gær.

Atvikið náðist á myndskeið af myndatökumanni PGA Tour og þegar verið var að klippa það til sást að boltinn hreyfðist.

Slugger White, varaforseti keppnismála á PGA Tour stoppaði Tiger af áður en sá ætlaði að skrifa undir skorkort sitt upp á 70 högg.

Woods varð fúll við þegar honum var tjáð að bæta ætti vítinu við og hann var jafnvel enn ekki sannfærður eftir að hann hafði skoðað myndskeiðið.

Dæmið sjálf en sjá má atvikið á myndskeiði með því að SMELLA HÉR: