Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 01:00

Landsbyggðin sigraði í KPMG bikarnum

Það kom engum á óvart að lið landsbyggðarinnar sigraði í KPMG bikarnum og fóru leikar svo að landsbyggðin hlaut 18,5 vinninga  g. 5.5 vinningum úrvalsliðs höfuðborgarinnar.

Keppnin var heldur óspennandi og sá í hvað stefndi þegar eftir fyrri umferð en þá var staðan 11-1 landsbyggðinni í hag.

Hetjur höfuðborgarinnar í seinni umferð voru Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, Björn Óskar Gunnarsson, GKJ, Kristinn Reyr Sigurðsson, GR sem hvert hlutu 1/2 vinning og Kristófer Orri Þórðarson, GKG,  Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG,  og Nökkvi Gunnarsson, NK, sem unnu sína leiki.

Alla aðra leiki vann lið landsbyggðarinnar, en 2 vinningar dugðu landsbyggðinni til sigurs.

Ljósið þ.e.  endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk, sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra naut góðs af sérstökum áheitahluta keppninnar þar sem KPMG lagði 20.000,- íslenskar krónur  ofan á hvert högg sem lenti á 16. flöt.

Ljóst er að 27 högg enduðu á 16. flöt, en Ljósinu voru afhentar kr. 540.000,-

Sjá má allar niðurstöður í KPMG bikarnum með því að SMELLA HÉR: