Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 09:30

Tiger enn ósáttur við vítið – Myndskeið

Tiger Woods er enn ósáttur við 2 högga vítið sem hann fékk fyrir að hreyfa lausung út stað.

Í viðtali sem tekið var við hann eftir 3. hring í gær sagði hann að frá sínum sjónarhóli hefði sér virtst að boltinn hefði aðeins titrað (ens. oscillated) en ekki hreyfst úr stað.

Á 3. hring var Tiger á 5 undir pari, 66 höggum og hann sagði að það hefði verið afar erfitt að koma sér aftur meðal efstu manna, en hann er nú í 5. sæti fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag.

Samtals er Tiger búinn að spila 9 undir pari, 204 höggum (66 70+2 66) og hefði hann ekki fengið 2 högga vítið á 2. hring væri hann nú á 11 undri pari og myndi deila 3. sætinu með Brandt Snedeker.

Þess í stað er hann 4 höggum á eftir Jim Furyk.

Hér má sjá myndskeið með viðtalinu við Tiger Woods SMELLIÐ HÉR: