Afmæliskylfingur dagsins: George Duncan – 16. september 2013
Það er George Duncan sem er afmæliskylfingur dagsins. Duncan er fæddur 16. september 1883 og eru 130 ár frá fæðingardegi hans í dag!!! Duncan dó 15. janúar 1964, áttræður að aldri. Duncan er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa sigrað Opna breska 1920. Einnig átti hann sæti í Ryder bikars liðum Englendinga 1927, 1929 og 1931. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jerry Haas, 16. september 1963 (50 ára stórafmæli!!!!)…. og ….. Iceland Hiking (50 ára stórafmæli!!!) Reykjavik Fasteignasala (21 árs) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira
Wozniacki tvítaði mynd af sofandi Rory
Reynt hefir verið að finna skýringar á erfiðleikum Rory McIlroy á golfvellinum 2013 þ.á.m. hefir nýju Nike kylfunum hans verið kennt um, pressunni að standa undir væntingum, geðluðrum hans en síðast og ekki síst sambandi hans við kærestu sína, tennisstjörnuna Caroline Wozniacki. Kannski er hægt að bæta einu við: Maðurinn þarfnast SVEFNS!!! Wozniacki tvítaði í dag grínmynd af kæresta sínum, þ.e. Rory sofandi. Sjá má myndina hér að neðan: En kannski, þar sem Rory er með gleraugun þegar hann sefur gæti þetta allt verið „hönnuð“ Twitter herferð af Caro og Rory til þess að sýna að þau geti vakið meiri athygli á sér með því að grínast heldur með því Lesa meira
Rolex-heimslistinn: Pettersen komin í 2. sætið – Ko í 5. sæti!!!
Suzann Pettersen er nú komin í 2. sæti Rolex-heimslistans, sem er listi yfir bestu kvenkylfinga í heimi, eftir sigur sinn á Evian Masters risamótinu. Pettersen er ekki sú eina sem stekkur hátt en þetta er besti árangur hennar á Rolex-heimslistanum ….. hinn 16 ára áhugamaður frá Nýja-Sjálandi, Lydia Ko, sem varð í 2. sæti á Evian Masters fer úr 8. sætinu í 5. sætið á Rolex heimslistanum!!! Það sem meira er…. aðeins munar 0.04 stigum á Ko og þeirri sem er í 4. sætinu NY Choi, sem sýnir bara hversu ótrúlega góð þessi unga, litla dama frá Nýja-Sjálandi er!!! Það eru aðeins Inbee Park og NY Choi sem halda sömu Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 2. sæti á W&M Inv. eftir 1. hring!!!
Sunna Víðisdóttir, GR, Íslandsmeistarinn okkar í höggleik og golflið Elon taka þátt í William & Mary Invitational mótinu, sem fram fer á golfvelli Kingmill Plantation, Virginíu, dagana 15. -17. september. Mótið hófst í gær. Leikið er á Plantation golfvellinum í Kingmill, sem er par-71 og 5958 yarda langur. Alls keppa lið 9 háskóla og eftir 1. dag er Sunna í 2. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deilir með 2 öðrum. Staða efstu 5 í einstaklingskeppninni á W&M Inv. er eftirfarandi: 1. Kelly McGovern (W&M) 70 (-1) T2. Tina Chang (W&M) 72 (+1) T2. Sunna Vidisdottir (Elon) 72 (+1) T2. Linnea Scholin (MSU) 72 (+1) T5. Katie Rice (MSU) 73 (+2) T5. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín, Hrafn, Ragnar Már og Sigurður Gunnar hefja leik í mótum vestra í dag
Haraldur Franklín Magnús GR, og golflið Louisiana Lafayette hefja leik í dag á Columbia Regional Preview, í The Club at Old Hawthorne, í Columbia, Missouri. Fylgjast má með Haraldi Franklín og golfliði Louisiana Lafayette með því að SMELLA HÉR: Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State, kúrekarnir eða The Cowboys, hefja leik á Ram Masters Invitational, í Fort Collins Country Club, í Fort Collins, Colorado. Fylgjast má með Ragnari Má og golfliði McNeese, með því að SMELLA HÉR: Loks hefja Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og golflið Faulkner leik á Emmanuel Tourney í Hartwell, í Georgíu í dag. Því miður fannst enginn tengill á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 9. sæti á Tar Heel
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State luku leik í Tar Heel Intercollegiate mótinu, en það fór fram á golfvelli UNC Finley í á Chapel Hill, Norður-Karólínu. Það voru 81 keppendur frá 14 háskólum sem þátt tóku. Guðmundur Ágúst hafnaði í 38. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi ásamt 6 öðrum. Hann lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (71 74 79). Guðmundur Ágúst var á 3.-4. besta skori liðs síns, ETSU Bucs, sem varðí 9. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Guðmundar Ágústs og ETSU er Jack Nicklaus Invitational í Columbus, Ohio, 29. september n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á Tar Heel Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR:
Verðlaunahóf GSÍ – Myndasería
Verðlaunahóf Golfsambands Íslands fór fram í dag sunnudaginn 15. september í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal og hófst hátíðin kl.16. Veittar voru viðurkenningar fyrir stigahæstu kylfingana á Íslandsbankamótaröðinni 1.-3. sæti, stigahæstu kylfingana á Áskorendamótaröð Íslandsbanka 1.-3. sæti og stigahæstu kylfingana á Eimskipsmótaröðinni. Þá voru veittar viðurkenningar til þeirra klúbba sem fengu flest stig á Eimskipsmótaröðinni í karla og kvennaflokki auk þess sem valdir voru efnilegustu kylfingar ársins 2013. Efnilegustu kylfingar ársins 2013 eru Arnór Snær Júlíusson og Gunnhildur Kristjánsdóttir, bæði úr GKG. Stigameistarar GSÍ á Eimskipsmótaröðinni eru systkinin Rúnar Arnórsson og Signý Arnórsdóttir úr GK. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu Golf 1 frá verðlaunahófinu með því Lesa meira
Verðlaunahóf GSÍ – Laugardalshöll -15. september 2013
Pettersen sigurvegari á Evían Masters
Það var norska frænka okkar Suzann Pettersen sem er sigurvegari 5. og síðasta risamóts kvennagolfsins Evian Masters, en mótinu var bætt við sem risamóti og spilað sem slíkt í fyrsta sinn í ár! Suzann lék á samtals 10 undir pari og átti 2 högg á hina ungu Lydiu Ko, sem varð í 2. sæti á 8 undir pari, sem er stórglæsilegur árangur hjá þessari 16 ára telpu frá Nýja-Sjálandi. Þess ber að geta að Ko, sem enn er áhugamaður er í 8. sæti Rolex-heimslistans yfir bestu kvenkylfinga heims og næsta víst að hún hækki enn meir á listanum eftir helgi. Þetta er 2. risamótstitill Suzann og sigurskorið var 10 undir Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna hefur leik á Kingsmill í dag
Sunna Víðisdóttir, GR, Íslandsmeistarinn okkar í höggleik og golflið Elon taka þátt í William & Mary Invitational mótinu, sem fram fer á golfvelli Kingsmill Plantation, dagana 15. -17. september. Mótið hefst í dag. River golfvöllurinn sem hannaður er af Peter Dye þykir með djásnum bandarískra golfvalla.









