Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 01:45

Furyk heldur forystu á 3. degi BMW Championship

Jim Furyk hefir nauma forystu fyrir lokahring BMW Championship,

Hann er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (72 59 69).

Á hæla Furyk er Steve Stricker, sem aðeins er 1 höggi á eftir á samtals 12 undir pari, 201 höggi (66 71 64).

Í 3. sæti er síðan Brandt Snedeker (á samtals 11 undir pari); Zach Johnson er í 4. sæti (á samtals 10 undir pari) og síðan kemur Tiger  í 5. sæti (á samtals 9 undir pari).

Högg dagsins átti Hunter Mahan sem fékk ás á 17. holu Conway Farms golfvallarins.

Tekst Tiger að vinna upp 4 högga forystu Furyk seinna í dag og standa uppi sem sigurvegari BMW Championship, eftir allt ergelsið með vítið á 2. hring? Það og annað kemur í ljós í kvöld.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring BMW Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. hrings BMW Championship SMELLIÐ HÉR: