Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 05:30

Evian Masters í beinni

Nú er komið að lokahring 5. risamóts kvennagolfsins  í Evian-les-Bains, en mótið var stytt í 54 holu mót vegna úrhellisrigningar og óspilanlegra aðstæðna 1. daginn.  Þetta er í fyrsta sinn sem Evian Masters mótið spilast sem risamót.

Sú sem er í forystu fyrir lokahringinn er japanska stúlkan Mika Miyazato, en á hæla hennar eru Suzann Pettersen,  Lydia Ko og Stacy Lewis.

Inbee Park átti m.a. færi á að skrá sig í sögubækurnar með sigri í mótinu, en ekki aðeins var hún að reyna að verja titil sinn, heldur með sigri hefði hún orðið eini kylfingurinn, hvort heldur er kven-eða karlkyns til þess að sigra í 4 risamótum á sama keppnistímabilinu. Ljóst er nú að af því verður ekki því Inbee er í 54. sæti á samtals 3 yfir pari (74 71), þ.e. rétt komst í gegnum niðurskurð.

Til þess að fylgjast með bestu kvenkylfingum heims á Evian Masters í beinni SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með Evian Masters 2013 á skortöflu SMELLIÐ HÉR: