Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 12. sæti á Tar Heel eftir fyrri dag

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State léku fyrstu tvo hringina í Tar Heel Intercollegiate mótinu, en það fer fram á golfvelli UNC Finley í á Chapel Hill, Norður-Karólínu.

Það eru 81 keppendur frá 14 háskólum sem þátt taka.

Eftir fyrstu tvo hringina er Guðmundur Ágúst í 12. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 145 höggum (71 74).

Hann er á 1.-2. besta skori liðs síns ETSU Bucs, sem er í 7. sæti í liðakeppninni.

Til þess að fylgjast með stöðunni og Guðmundi Ágúst SMELLIÐ HÉR: