Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 14:40

Evróputúrinn: Luiten vann Jiménez í bráðabana

„Heimamaðurinn“ Joost Luiten hafði betur gegn spænska kylfingnum Miguel Ángel Jiménez í bráðabana á KLM Open, sem fram hefir farið á golfvelli Kennemer í Zandevoort í Hollandi.

Þeir Luiten og Jiménez voru báðir á 12 undir pari, 268 höggum; Luiten (69 65 66 68) og Jiménez (64 67 70 67).

Það varð því að koma til bráðabana og hafði Luiten betur þegar á 1. holu bráðabanans, þ.e. 18. holunni þar sem hann fékk fugl en Jiménez par.

Í 3. sæti í mótinu urðu 4 kylfingar á samtals 9 undir pari, þ.e. 3 höggum á eftir Luiten og Jiménez sem voru í sérflokki.  Þessir fjórir kylfingar eru: Ross Fisher, Simon Dyson, Damien McGrane og Grégory Havret.

Til þess að sjá úrslitin á KLM Open SMELLIÐ HÉR: