Arnór Snær Guðmundsson, GHD, Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 14:00

GHD: Arnór Snær fór holu í höggi

Arnór Snær Guðmundsson, GHD, fór holu í höggi í  Opna Veisluþjónustumótinu í gær.

Í því móti var leikinn betri bolti og var Arnór Snær í liðinu „Heilaðir“ ásamt Sigurði Ingvari Rögnvaldssyni.  Sigurvegarar mótsins voru „Dívurnar“ með Marsibil Sigurðardóttur og Bryndísi Björnsdóttur  innanborðs.  Þátt tóku 14 lið og voru úrslitin eftirfarandi:

Dífurnar 45 punktar
Hellaðir 44 punktar
Svilarnir 44 punktar
Hamarsmenn 42 punktar
O brother where art thou 40 punktar
Bumburnar 39 punktar
Grænu sykurpúðarnir 37 punktar
Kylfurnar 37 punktar
Dúfurnar 37 punktar
Kollegar 36 punktar
Sunddífurnar 34 punktar
Albatrossarnir 32 punktar
Formennirnir 31 punktur
Séra Krummi 25 punktar

Draumahögginu náði Arnór Snær á 7. holu Arnarholtsvallar, sem er 81 metra af gulum teig.

7. flötin á Arnarholtsveli. Mynd: Golf 1.

7. flötin á Arnarholtsvelili, þar sem Arnór Snær fór holu í höggi. Mynd: Golf 1.

Arnór Snær hefir staðið sig sérlega vel á Íslandsbankamótaröðinni í sumar og er m.a. Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í strákaflokki.

Golf 1 óskar Arnóri Snæ til hamingju með draumahöggið!