Afmæliskylfingur dagsins: Inga María Björgvins – 23. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Inga María Björgvins. Inga María er fædd 23. september 1997 og á því 16 ára afmæli í dag. Hún er úr stórri golffjölskyldu, sem flestir tengjast Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni Ingu Maríu til hamingju með árin 16 …. Inga María Björgvins · 16 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rodney Pampling, 23. september 1969 (44 ára) og Stacy Prammanasudh, 23. september 1979 (34 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira
Golfútbúnaður: TaylorMade með nýja drauga
TaylorMade er komin með 4 nýja drauga þ.e. fjóra nýja hvíta púttera; Daytona 12, Maranello 81, Monte Carlo 12 og Sebring 62. Þessir pútterar taka við af þeim pútterum sem TaylorMade markaðssetti fyrr á árinu þ.e. Ghost Spider S og Daddy Long Legs „Við vörðum heilu ári í að fullkomna hvert smáatriði í Ghost Tour pútterunum okkar, þannig að hver þeirra yrði hlutur fegurðar, elegans og glæsileika,“ sagði Brian Bazzel, forstjóri TaylorMade hvað varðar þróun á járnum, fleygjárnum og pútterum. Kylfingar munu verða yfir sig hrifnir þegar þeir setja þessa púttera niður í fyrsta sinn og þegar þeir sjá hverju þeir fá áorkað.“ Pútterarnir eru allir úr svörtu járni nema hvað púttershöfuðið er hvítt Lesa meira
Gréta sigraði í Regluvarðarleik
Í sumar stóð Vörður fyrir spurningaleiknum Regluvörður á netinu og skráðu yfir 4000 kylfingar sig þar til leiks. Þar gafst þátttakendum kostur á að þjálfa og auka þekkingu sína á reglum golfíþróttarinnar og möguleiki á að vinna glæsilega haustgolfferð. Sigurvegari Regluvarðar að þessu sinni er Gréta Benediktsdóttir og hlýtur hún magnaða haustgolfferð fyrir tvo til Arcos Gardens með Heimsferðum. GSÍ og Vörður vilja þakka öllum þeim kylfingum sem tóku þátt í Regluverðinum í sumar um leið og þeir hvetja kylfinga til að halda áfram að kynna sér golfreglurnar.
Hver er kylfingurinn: Henrik Stenson?
Henrik Stenson vann í gær Tour Championship og varð við það rúmum 1,5 milljarði íslenskra króna ríkari (þ.e. ef bónuspotturinn sem hann hlaut upp á rúman 1,368 milljarð er bættur við 173 milljónirnar sem hann fékk fyrir sigurinn á Tour Championship.) En hver er þessi sænski kylfingur sem kominn var niður í 300. sætið á heimslistanum, en hefir verið að rífa sig upp og spila svona glæsilegt golf í ár? Henrik Stenson er fæddur 5. apríl 1976 í Stokkhólmi, í Svíþjóð og er því 37 ára. Hann á sem stendur lögheimili í Dubai, í Sameinuðu Furstadæmunum. Hann er 1.85 m á hæð og 90 kg. Hann er giftur samlöndu sinni, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls heyja einvígi gegn liði New Orleans Privateers í dag
Andri Þór Björnsson, GR og „hershöfðingjarnir” (ens.: The Colonels) þ.e. golflið Nicholls háskólans hefja golftímabilið í dag með því að fara í einvígi við lið the New Orleans Privateers á Atchafalaya golfvellinum í Patterson, Louisiana. Þetta er bara 1 dags einvígi milli þessara skóla og fyrsta mót Nicholls State á keppnistímabilinu 2013-2014. Hér má sjá skemmtilega grein á heimasíðu Nicholls þar sem m.a kemur fram að Andri Þór muni leiða lið Nicholls í þessu fyrsta móti, en Andri Þór hefir m.a. hlotið heiðursviðurkenninguna All-Southland Golfer SMELLIÐ HÉR: Golf 1 mun greina frá úrslitum einvígisins um leið og þau liggja fyrir.
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese hefja keppni í Kentucky í dag
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hefja keppni á Cardinal Intercollegiate mótinu í Simpsonville, Kentucky í dag, 23. september 2013. Þátttakendur eru um 80 frá 15 háskólum. Mótið fer fram 23.-24. september 2013. Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más og McNeese SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Sigurður Gunnar hefja leik í Tennessee í dag
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK, og golflið Faulkner hefja leik í dag á Freed Hardeman Fall Invitational í Covington, Tennessee. Mótið stendur dagana 23.-24. september. Golf 1 mun greina frá úrslitum um leið og þau liggja fyrir en því miður finnst enginn tengill á stöðu og úrslit í mótinu, sem stendur.
Pokinn hjá Stenson
Henrik Stenson er maður s.l. helgi en þá varð hann fyrstur Evrópubúa til þess að sigra á Tour Championship og hljóta jafnframt efsta sætið á FedEx Cup stigalistanum og risabónusinn, sem þeirri vegsemd fylgir, þ.e. yfir milljarð íslenskra króna. Það er alltaf fróðlegt að sjá hvað sigurvegarar PGA Tour eru með í pokanum, en í poka Stenson má finna eftirfarandi töfrakylfur: Dræver: TaylorMade SLDR 10.5°, Grafalloy Blue X skaft. 3-tré: Callaway Diablo Octane Tour, 13°, Grafalloy Blue X skaft. 4-tré: Callaway X Hot Pro, 17°, Grafalloy Blue X skaft. 3-9 járn: Callaway Legacy Black, Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120X skaft. 48° wedge: Callaway Legacy Blac, (Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120X skaft. 51° wedge: Cleveland 588 RTX, Nippon N.S. Pro Modus3 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og félagar í 5. sæti á Lady Paladin mótinu
Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman og klúbbmeistari GR 2013 í kvennaflokki, Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG tóku þátt í Lady Paladin mótinu, sem fram fór dagana 20.-22. september, í Greenville, Suður-Karólínu. Mótinu, þar sem háskóli Ingunnar var gestgjafi, lauk í gær. Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum. Ingunn varð í 50. sæti í einstaklingskeppninni á skori upp á samtals 231 högg (75 77 79). Hún var á 4. besta skori Furman og taldi það því í 5. sætis árangri Furman í liðakeppninni. Berglind varð í 72. sæti á skori upp á samtals 239 högg (82 77 80) og var á 3. besta skori UNCG, sem varð neðst í liðakeppninni. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel náði sér ekki á strik í Tennessee
Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í gær keppni á Dick’s Sporting Goods ACC/SEC Challenge í Kingston Springs, Tennessee. Mótið stóð dagana 20.-22. september 2013. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Axel lék á samtals 25 yfir pari, 238 höggum (76 80 82). Óvanalegt að sjá svona hátt skor hjá jafn frábærum kylfingi og Axel! Þetta var einfaldlega ekki mótið hans! Axel varð í 49. sæti í einstaklingskeppninni og var á lakasta skori golfliðs Mississippi State og taldi það ekki í 7. sætis árangri Mississippi State í liðakeppninni. Golflið Mississippi State keppir næst á Jack Nicklaus Invitational í Columbus, Ohio, 29. september n.k. Til þess að sjá lokastöðuna í Lesa meira









