Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2013 | 13:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel náði sér ekki á strik í Tennessee

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í gær keppni á Dick’s Sporting Goods ACC/SEC Challenge í Kingston Springs, Tennessee.

Mótið stóð dagana 20.-22. september 2013.   Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum.

Axel lék á samtals 25 yfir pari, 238 höggum (76 80 82).  Óvanalegt að sjá svona hátt skor hjá jafn frábærum kylfingi og Axel! Þetta var einfaldlega ekki mótið hans!

Axel varð í 49. sæti í einstaklingskeppninni og var á lakasta skori golfliðs Mississippi State og taldi það ekki í 7. sætis árangri Mississippi State í liðakeppninni.

Golflið  Mississippi State keppir næst á Jack Nicklaus Invitational í Columbus, Ohio, 29. september n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna í Dick’s Sporting Goods ACC/SEC Challenge   SMELLIÐ HÉR: