Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2013 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og félagar í 5. sæti á Lady Paladin mótinu

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman og klúbbmeistari GR 2013 í kvennaflokki, Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG tóku þátt í Lady Paladin mótinu, sem fram fór dagana 20.-22. september, í Greenville, Suður-Karólínu.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Mótinu, þar sem háskóli Ingunnar var gestgjafi, lauk í gær.  Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum.

Ingunn varð í 50. sæti í einstaklingskeppninni á skori upp á samtals 231 högg (75 77 79). Hún var á 4. besta skori Furman og taldi það því í 5. sætis árangri Furman í liðakeppninni.

Berglind varð í 72. sæti á skori upp á samtals 239 högg (82 77 80) og var á 3. besta skori UNCG, sem varð neðst í liðakeppninni.

Ingunn og Furman keppa næst 13. október í Texas en Berglind og UNCG keppa næst á Starmount Forest Tournament í Norður-Karólínu, 30. september n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lady Paladin SMELLIÐ HÉR: