Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og félagar í 6. sæti í Kentucky eftir 1. dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese eru nú við keppni á the Cardinals Intercollegiate mótinu, í Simpsonville, Kentucky. Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum.   Mótið er tveggja daga og stendur yfir 23.-24. september.  Lokahringurinn er hafinn og hefir Ragnar Már þegar klárað 9 holur af 3. og síðasta hring. Fyrri daginn spilaði Ragnar Már á samtals 150 höggum (75 75) og deilir 30. sætinu í einstaklingskeppninni.  Liðsfélagi Ragnars Más, Hampus Bergman, er sem stendur í 1. sæti! Ragnar Már er á 2. besta skori McNeese, sem er í 6. sæti í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með Ragnari Má SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 17:30

Watson á móti vali fyrirliða í Ryder Cup

Þó Ryder Cup sé ekki haldinn fyrr en næsta haust þá má segja að andleg hlið keppninnar sé hafin. Á blaðamannafundi gat t.a.m. fyrirliði Bandaríkjanna, Tom Watson ekki setið á sér að koma andstæðingi sínum Paul McGinley í smá bobba. Watson lagði m.a. til að fyrirliðar ættu ekki að hafa rétt til þess að velja leikmenn í liðin. „Í fyrstu þremur Ryder Cup keppnunum, sem ég tók þátt í, urðu allir að hafa áunnið sér sitt sæti í liðinu,“ sagði áttfaldur risamótsmeistari Watson. „Kannski ætti að hverfa aftur að því. Ég valdi bara 3 af 4 sem ég hefði getað valið í liðið. Ég var að hugsa um að hafa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 17:00

Ferill Tiger 2013 – Myndskeið

Tiger sjálfur segir að árið 2013 hafi verið „mjög gott.“ Á keppnistímabilinu er hefir hann sigrað  5 titla og það á einu ári! Það er meira en meðalatvinnumaðurinn í golfi gerir á heilum ferli!!! En meðalmennska og Tiger hafa aldrei verið samheiti. Hér má sjá myndskeið um helstu afrek Tiger á golfvellinum árið 2013 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir – 24. september 2013

Það er Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Katrín er fædd 24. september 1961. Hún er í Golfklúbbnum á Hellu, (GHR).  Katrín hefir gegnt ýmsum stjórnarstörfum fyrir GHR og er núverandi ritari klúbbsins. Hún er gift formanni klúbbsins Óskari Pálssyni og á 3 börn þ.á.m. afrekskylfinginn Andra Má. Á þeim tveimur árum sem Golf 1 hefir verið starfandi hafa verið tekin fjöda viðtala, sem stendur yfir 200, víð íslenska sem erlenda kylfinga og var viðtal Golf 1 við Katrínu Björg eitt af því fyrsta og má sjá með því að  SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Tommy Armour, f. 24. september 1895- d. 11. september 1968) ; W-7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í sigurliði Nicholls og í 3. sæti í einstaklingskeppninni

Andri Þór Björnsson, GR og „hershöfðingjarnir” (ens.: The Colonels) þ.e. golflið Nicholls háskólans hófu í gær golftímabilið með því að heyja einvígi við lið the New Orleans Privateers á Atchafalaya golfvellinum í Patterson, Louisiana. Þetta var bara 1 dags einvígi milli þessara skóla og fyrsta mót Nicholls State á keppnistímabilinu 2013-2014. Til þess að gera langa sögu stutta sigraði Nicholls í einvíginu 295-301. Andri Þór deildi 3. sætinu í einstaklingskeppninni með hring upp á 2 yfir pari, 74 högg. Næsta mót Andra Þór og Nicholls er Husky Intercollegiate mótið sem hefst 30. október n.k. Til þess að sjá lokastöðuna í einvígi Nicholls við New Orleans SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 09:45

Tiger ánægður með árið

Tiger Woods segir að hann  sé „mjög ánægður“ með keppnistímabilið, sem hann hefir unnið 5 mót á, þrisvar sinnum meira en nokkur annar kylfingur í ár. Hann átti þó fremur dapran endi á haustmótaröðinni s.l. sunnudag, en hann lauk keppni T-22 á Tour Championship.  Tiger horfði samt glaður yfir árið að hring loknum. „Ég er mjög ánægður,“ sagði Tiger um árið. „Ég fékk fjölda tækifæra að vinna mót. Ég vann fimm mót og ég held að það sé ansi gott ár.  Ég hef gert það 5 sinnum á öllum ferli mínum.“ Tiger er búinn að tryggja sér titilinn leikmaður ársins á PGA Tour og er það í 11. skipti sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 09:00

Dýr á golfvöllum: Golfklúbbur gagnrýndur fyrir að skjóta gæsir

Íbúar í bæ nokkrum í Worcestershire í  Englandi eru yfir sig reiðir út í golfklúbb á staðnum sem skotið hefir gæsir til þess að koma í veg fyrir gæsaskít sem skítar út golfbolta þeirra sem spila völlinn. Sjö dauðar gæsir fundust á floti í vatni sem er á horni Bank House Hotel og golfklúbbsins. Talsmaður klúbbsins sagði að gæsirnar hefðu verið flokkaðar sem skaðvaldar og mikið magn gæsaskíts á vellinum hefði bara farið í bág við allt hreinlæti.“ Hann hélt áfram: „Við fengum leyfi [til að skjóta gæsirnar] og við grisjum þær hér reglulega. Þannig höldum við Kanada gæsum í skefjum hér.“ „Til þess að halda þeim í skefjum verðum við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 08:45

Phil íhugar að spila 25% minna

Phil Mickelson sagði eftir lokahring sinn á Tour Championship, að hann hyggðist draga úr þátttöku sinni í keppnisgolfi. Mickelson hefur þegar leikið í 21 móti á heimsvísu nú í ár, 2013. „Ég spila ekkert á fullum krafti í hverri viku. Ég á mínar hæðir og lægðir og ég er mjög tilfinningaríkur kylfingur,“ sagði Mickelson, sem orðinn er 43 ára. Phil Mickelson er sem stendur í 3. sæti heimslistans. „Ég verð að taka tillit til þess að kannski draga 25% úr þátttöku í mótum,  til þess að reyna að spila af fullum krafti,  þegar ég spila.“ Mickelson hefir þó verið sigursæll í ár, vann m.a. Opna breska risamótið á Muirfield og Opna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 08:30

Brenner yngsti atvinnumaður Breta

Marc Brenner er yngsti atvinumaður Breta en hann hefir nú gerst atvinnumaður í golfi 17 ára. Brenner er í West Essex Golf Club  og mun hefja atvinnumannsferilinn í maí 2014, þegar hann lýkur námi í Epping Forest College. Ungir Bretar hafa verið sigursæir í sumar m.a. vann Aadam Syed European Junior Golf Championship og Matthew Fitzpatrick vann US Amateur Championship og hlaut líka silfurmedalíuna á Opna breska, en hún er veitt þeim áhugamanni sem stendur sig best í þessu riamóti allra risamóta. Brenner byrjaði í golfi 5 ára og tveimur árum síðar, þ.e. 7 ára var honum veitt forgjöfin 54 og hann hefir næstum óslitið síðan keppt fyrir Essex og Bretland. „Að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 08:00

Heimslistinn: Rory niður í 6. sæti

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy er fallinn niður í 6. sæti heimslistans. Sigurvegari Tour Championship og nr. 1 á FedEx stigalistanum, sænski kylfingurinn Henrik Stenson er hins vegar kominn upp í 4. sæti heimslistans og er það, það hæsta sem hann hefir komist.  Eins hækkar Steve Stricker sig meðal efstu 10; fer úr 9. sætinu í 7. sætið.  Stenson ætlar nú að taka sér 4 vikna frí áður en hann keppir á lokamóti Evrópumótaraðarinnar, en hann er nú efstur á peningalista þeirrar mótaraðar (Race to Dubai) og mun reyna að verða efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála eins og Luke Donald tókst á undan honum (2011) og nr. Lesa meira