Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2013 | 18:00

Gréta sigraði í Regluvarðarleik

Í sumar stóð Vörður fyrir spurningaleiknum Regluvörður á netinu og skráðu yfir 4000 kylfingar sig þar til leiks.

Þar gafst þátttakendum kostur á að þjálfa og auka þekkingu sína á reglum golfíþróttarinnar og möguleiki á að vinna glæsilega haustgolfferð.

Sigurvegari Regluvarðar að þessu sinni er Gréta Benediktsdóttir og hlýtur hún magnaða haustgolfferð fyrir tvo til Arcos Gardens með Heimsferðum.

GSÍ og Vörður vilja þakka öllum þeim kylfingum sem tóku þátt í Regluverðinum í sumar um leið og þeir hvetja kylfinga til að halda áfram að kynna sér golfreglurnar.