Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2013 | 19:00

Golfútbúnaður: TaylorMade með nýja drauga

TaylorMade er komin með 4 nýja drauga þ.e. fjóra nýja hvíta púttera; Daytona 12, Maranello 81, Monte Carlo 12 og Sebring 62.

Þessir pútterar taka við af þeim pútterum sem TaylorMade markaðssetti fyrr á árinu þ.e.  Ghost Spider S og  Daddy Long Legs

„Við vörðum heilu ári í að fullkomna hvert smáatriði í Ghost Tour pútterunum okkar, þannig að hver þeirra yrði hlutur fegurðar, elegans og glæsileika,“ sagði Brian Bazzel, forstjóri TaylorMade hvað varðar þróun á járnum, fleygjárnum og pútterum. Kylfingar munu verða yfir sig hrifnir þegar þeir setja þessa púttera niður í fyrsta sinn og þegar þeir sjá hverju þeir fá áorkað.“

Pútterarnir eru allir úr svörtu járni nema hvað púttershöfuðið er hvítt til þess að skerpa andstöðu við græna púttflötina, en hvíti liturinn er einmitt einkennislitur drauganna.

Nýja TaylorMade Ghost pútter serían kostar  $149 út úr golfbúð í Bandaríkjunum (u.þ.b. 18.000 íslenskrar krónur og miðað við hefðbundna þriðjungs álagningu í verslunum hér ætti verð þeirra út úr búð á Íslandi að vera í kringum kr. 25.000,-) Pútterarnir hafa allir fengist frá 1. september 2013 nema Corza 71 módelið, sem fer ekki á markað í Bandaríkjunum fyrr en í nóvember.