Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2013 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Inga María Björgvins – 23. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Inga María Björgvins.  Inga María er fædd 23. september 1997 og á því 16 ára afmæli í dag.  Hún er úr stórri golffjölskyldu, sem flestir tengjast Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni Ingu Maríu til hamingju með árin 16 ….

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Rodney Pampling, 23. september 1969 (44 ára) og  Stacy Prammanasudh, 23. september 1979 (34 ára).

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is