Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í sigurliði Nicholls og í 3. sæti í einstaklingskeppninni

Andri Þór Björnsson, GR og „hershöfðingjarnir” (ens.: The Colonels) þ.e. golflið Nicholls háskólans hófu í gær golftímabilið með því að heyja einvígi við lið the New Orleans Privateers á Atchafalaya golfvellinum í Patterson, Louisiana.

Þetta var bara 1 dags einvígi milli þessara skóla og fyrsta mót Nicholls State á keppnistímabilinu 2013-2014.

Til þess að gera langa sögu stutta sigraði Nicholls í einvíginu 295-301.

Andri Þór deildi 3. sætinu í einstaklingskeppninni með hring upp á 2 yfir pari, 74 högg.

Næsta mót Andra Þór og Nicholls er Husky Intercollegiate mótið sem hefst 30. október n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna í einvígi Nicholls við New Orleans SMELLIÐ HÉR: