Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og félagar í 6. sæti í Kentucky eftir 1. dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese eru nú við keppni á the Cardinals Intercollegiate mótinu, í Simpsonville, Kentucky.

Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum.   Mótið er tveggja daga og stendur yfir 23.-24. september.  Lokahringurinn er hafinn og hefir Ragnar Már þegar klárað 9 holur af 3. og síðasta hring.

Fyrri daginn spilaði Ragnar Már á samtals 150 höggum (75 75) og deilir 30. sætinu í einstaklingskeppninni.  Liðsfélagi Ragnars Más, Hampus Bergman, er sem stendur í 1. sæti!

Ragnar Már er á 2. besta skori McNeese, sem er í 6. sæti í liðakeppninni.

Til þess að fylgjast með Ragnari Má SMELLIÐ HÉR: