Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 08:45

Phil íhugar að spila 25% minna

Phil Mickelson sagði eftir lokahring sinn á Tour Championship, að hann hyggðist draga úr þátttöku sinni í keppnisgolfi.

Mickelson hefur þegar leikið í 21 móti á heimsvísu nú í ár, 2013.

„Ég spila ekkert á fullum krafti í hverri viku. Ég á mínar hæðir og lægðir og ég er mjög tilfinningaríkur kylfingur,“ sagði Mickelson, sem orðinn er 43 ára.

Phil Mickelson er sem stendur í 3. sæti heimslistans.

„Ég verð að taka tillit til þess að kannski draga 25% úr þátttöku í mótum,  til þess að reyna að spila af fullum krafti,  þegar ég spila.“

Mickelson hefir þó verið sigursæll í ár, vann m.a. Opna breska risamótið á Muirfield og Opna skoska á Castle Stuart.

Ofangreint sagði Mickelson þegar eftir lokahring sinn á Tour Championship í Atlanta, þar sem hann spilaði á 68 höggum og lauk keppni í 12. sæti.

Þetta er aðeins 2. topp-20 árangur hans frá því að hann vann Opna breska s.l. júlí.

Næst keppir Mickelson í liði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum, sem hefst 3. október n.k.