Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 09:45

Tiger ánægður með árið

Tiger Woods segir að hann  sé „mjög ánægður“ með keppnistímabilið, sem hann hefir unnið 5 mót á, þrisvar sinnum meira en nokkur annar kylfingur í ár.

Hann átti þó fremur dapran endi á haustmótaröðinni s.l. sunnudag, en hann lauk keppni T-22 á Tour Championship.  Tiger horfði samt glaður yfir árið að hring loknum.

„Ég er mjög ánægður,“ sagði Tiger um árið. „Ég fékk fjölda tækifæra að vinna mót. Ég vann fimm mót og ég held að það sé ansi gott ár.  Ég hef gert það 5 sinnum á öllum ferli mínum.“

Tiger er búinn að tryggja sér titilinn leikmaður ársins á PGA Tour og er það í 11. skipti sem honum hlotnast sá heiður … og það jafnvel þó honum hafi enn ekki tekist að sigra í risamóti þ.e. það eru komin 5 ár frá síðasta sigri hans í slíku móti (síðast á US Open 2008).

„Ég leitast alltaf við að bæta mig og verða stöðugri,“ sagði 14-faldur risamótsmeistarinn (Tiger Woods). „Það voru nokkrar vikur sem ég var ekki að spila vel.“

„Ég óska þess alltaf að ég geti verið svolítið stöðugri, en á tækifæri í hvert sinn sem ég tía upp. Það er markmiðið. En það fer bara ekki allt eftir plani. En allt í allt…. ég held að þetta hafi verið reglulega gott ár!“