Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 08:30

Brenner yngsti atvinnumaður Breta

Marc Brenner er yngsti atvinumaður Breta en hann hefir nú gerst atvinnumaður í golfi 17 ára.

Brenner er í West Essex Golf Club  og mun hefja atvinnumannsferilinn í maí 2014, þegar hann lýkur námi í Epping Forest College.

Ungir Bretar hafa verið sigursæir í sumar m.a. vann Aadam Syed European Junior Golf Championship og Matthew Fitzpatrick vann US Amateur Championship og hlaut líka silfurmedalíuna á Opna breska, en hún er veitt þeim áhugamanni sem stendur sig best í þessu riamóti allra risamóta.

Brenner byrjaði í golfi 5 ára og tveimur árum síðar, þ.e. 7 ára var honum veitt forgjöfin 54 og hann hefir næstum óslitið síðan keppt fyrir Essex og Bretland.

„Að verða atvinnumaður var stórt augnablik fyrir mig,“ sagði hann. „Ég hef verið að búa mig fyrir þetta allt mitt líf þannig að ég er bara svo glaður að hafa gerst atvinnumaður og að vera viðurkenndur af PGA er ótrúlegt.“

„Þetta er mikill léttir. Ég get gefið þessu allt sem ég á, þetta er starf mitt og ég get grætt pening og séð fyrir sjálfum mér. Vonandi er þetta byrjunin á einhverju sérstöku.“

„Draumur minn er að spila á PGA Tour og Evrópumótaröðinni – það er það sem mig hefir alltaf langað til að gera frá því ég fór að fylgjast með golfi í sjónvarpi.“

„Augsusta er draumur minn, ef ég gæti spilað á Masters og unnið græna jakkann myndi það vera ótrúlegt. Það myndi þýða að öll vinnan hafi borgað sig.“

Já, draumar atvinnukylfinga um allan heim eru ekkert svo ólíkir! 🙂 Það er vonandi að Brenner gangi sem best og nái einhverjum markmiðum sínum.