GA: Skemmdum valdið á 3. flöt
Skemmdum var valdið í gær af mótorhjólastrákum, sem spændu upp 3. flötina á Jaðarsvelli á Akureyri. Frá þessu er greint á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar, en þar segir m.a.: „Í gærkvöldi komu í heimsókn á 3. flötina ungir menn á mótorhjólum. Heimsóknin skildi eftir sig skemmdir. Eins og sést á myndunum að neðan er um talsverðar skemmdir að ræða sem tíma tekur að laga. GA vill taka vel á móti sínum gestum, en þetta er nú einum of. Gestirnir náðust og er málið nú í höndum lögreglunnar.“ Eftirfarandi myndir fylgdu fréttinni:
Kaymer ánægður á „uppáhaldsgolfvellinum“
Martin Kaymer er ánægður að vera aftur á „uppáhaldsgolfvelli sínum í öllum heiminum“, en hann mun reyna að sigra annan Alfred Dunhill Links Championship titil sinn næstu helgi, en Kaymer er einn af því sem tíar upp á Carnoustie á morgun á móti vikunnar á Evróputúrnum. Mótið er hið glæsilega Alfred Dunhill mót. Kaymer vann mótið árið 2010, en það var 4. titill hans það ár, sem varð til þess að hann vann The Race to Dubai (þ.e. var efstur á stigalistanum í Evrópu) það ár og honum finnst gaman að vera aftur kominn á St. Andrews, en á þeim velli ásamt Kingsbarns og Carnoustie fer mótið fram. Í Pro-Am Lesa meira
GMac kvænist næstu helgi
Nr. 11 á heimslistanum Graeme McDowell (oft nefndur GMac) frá Norður-Írlandi kvænist næstu helgi sinni heittelskuðu Kristin Stape. Kristin er bandarískur innahúsarkítekt, en þau skötuhjú kynntust þannig fyrir 3 árum að hann réði hana til þess að innrétta höll sína við Lake Nona í Flórída. Þau hafa ekki skilið síðan og Kristin hefir innréttað svona ýmislegt í lífi GMac síðan. Giftingin fer nánar tiltekið fram laugardaginn 28. september n.k. á Bahama-eyjum. „Við ákváðum að gifta okkur vikuna eftir Tour Championship“ sagði GMac. „Ég gæti ekki verið hamingjusamari.“
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn, Sigurður Gunnar og Faulkner luku leik í 1. sæti á Freed Hardeman mótinu
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK tóku ásamt golfliði Faulkner þátt í Freed Hardeman Fall Invitational mótinu, en mótið fór fram í Covington Country Club í Covington, Tennessee dagana 23.-24. september og lauk því í gær. Sigurður Gunnar, sem lék með B-liði Faulkner varð í 4. sæti í mótinu og Hrafn sem var í A-liðinu varð í 6. sæti. Golflið Faulkner varð í 1. sæti af 11 háskólum, sem þátt tóku. Glæsileg frammistaða hjá Sigurði Gunnari og Hrafni!!! Næsta mót golfliðs Faulkner er í Tennesse 28. október n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á Freed Hardeman mótinu SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólgolfið: Ragnar Már og félagar luku leik í 7. sæti
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese kepptu á the Cardinals Intercollegiate mótinu, í Simpsonville, Kentucky. Mótið stóð dagana 23.-24. september og lauk því í gær. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum. Ragnar Már lauk keppni á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (75 75 77) og varð T-44, þ.e. deildi 44. sætinu ásamt 4 öðrum. Hann var á 3. besta skori McNeese og telur skor hans því í 7. sætis árangri McNeese í liðakeppninni. Næsta mót Ragnars Más er Huskies Intercollegiate sem fram fer 30. september n.k. í Houston, Texas. Til að sjá lokastöðuna í Cardinals Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas – 25. sept 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru leikarahjónin og áhugakylfingarnir Michael Douglas og Catherine Zeta Jones, sem eiga sama afmælisdag, 25. september; Michael er fæddur 1944 og er 69 ára og Catherine er fædd 1969 og er 44 ára, í dag. Michael Douglas hóar árlega saman stjörnuliði kylfinga og rennur ágóðinn af golfmóti hans til góðgerðarmála. Catherine hóf að spila golf eftir að hún giftist Michael. Þau hjón hafa skv. allskyns slúðurblöðum átt ansi erfitt, sem m.a. reiknast á maníu-depressívu Catherine. Þau eiga tvö börn Carys og Dylan. Sagt er að þau séu að berjast við að halda í hjúskap sinn, en þau munu ekki verja afmælisdeginum í dag saman, hvorki í golfi öðru. Lesa meira
Golfútbúnaður: Callaway Apex 2014 járnin – Myndskeið
Apex nafnið í nýju Callaway járnunum kemur frá Ben Hogan Apex járnum, sem framleiddar voru fyrir u.þ.b. 25 árum , síðast 1990. Helsta markmiðið, sem lagt var upp við smíði nýju járnanna var, eins og svo oft áður, að kylfingar næðu meiri lengd. Kylfuandlitið á járnunum er örþunnt úr svipuðu efni og notað var í vinsælu X Hot brautartrén Í samanburði við önnur Callaway járn þá býður Apex-inn upp á meiri fyrirgefanleika en X-Forged járnin en prófíll þeirra er aðeins þykkri. Hvað varðar stærð og prófíl þá eru nýju Apex járnin einhvers staðar milli X Hot og X Hot Pro járnanna. Fyrir utan nýja hönnun á kylfuhausnum þá hefir Callaway einnig lagt mikla áhersu á Lesa meira
Golf 1 tveggja ára í dag!!
Golf 1 er tveggja ára í dag, þ.e. 2 ár eru frá því að fyrsta fréttin birtist á Golf 1 golffréttavefnum. Það var frétt í greinaflokknum „Frægir kylfingar“ og um John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem enn í dag þykir fremstur í golfi af þeim sem setið hafa í forsetastóli í Bandaríkjunum.. Sjá fyrstu grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Frá því fyrir tveimur árum síðan hafa tæp 7000 greinar birtst á Golf1, þar af um 2. hundrað á ensku og á 2. tug á þýsku, en farið var af stað með í sumar að skrifa íslenskar golffréttir á þýsku hér á Golf 1. Golf 1 er því Lesa meira
Bush segir að Obama eigi að spila golf – Myndskeið
George W. Bush , fv. Bandaríkjaforseti, hefir sagt í viðtali, sem birta á, á Golf Channel, að hann telji að Barack Obama Bandaríkjaforseti eigi að spila golf og eigi ekki að vera gagnrýndur fyrir að gera svo. Repúblíkanar gagnrýndu Obama mjög í síðustu forsetakosningum fyrir að verja of miklum tíma í að spila golf á kostnað mikilvægari þjóðmála. Bush segist í viðtalinu vita hvernig er að vera í sporum forsetans og golf sé afslappandi og hreyfing góð og geri öllum gott. Til þess að sjá myndskeið af viðtalinu við Bush forseta SMELLIÐ HÉR:
Birgir Leifur tekur þátt í úrtökumóti fyrir Web.com
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Web.com mótaröðina, sem er eina leiðin að komast inn á PGA Tour í gegnum úrtökumót í dag. Í fyrra voru úrtökumót beint á PGA Tour afnumin og því er Web.com mótaröðin einskonar stökkbretti inn á PGA Tour. Úrtökumótið fyrir Web.com mótaröðina, sem Birgir Leifur tekur þátt í fer fram í Callaway Gardens Golf Club í Georgíu, 22.-25. október n.k. Birgir Leifur er auk þess búinn að tryggja sér þátttökurétt á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer á Spáni 2.-5. nóvember n.k. Það er því mikið að gera hjá Íslandsmeistaranum á næstunni!










