Hrafn Guðlaugsson, GSE. Mynd: Faulkner
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2013 | 16:30

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn, Sigurður Gunnar og Faulkner luku leik í 1. sæti á Freed Hardeman mótinu

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK tóku ásamt golfliði Faulkner þátt í Freed Hardeman Fall Invitational mótinu, en mótið fór fram í Covington Country Club í Covington, Tennessee dagana 23.-24. september og lauk því í gær.

Golflið Faulkner - Hrafn er 2. frá hægri og Sigurður Gunnar er lengst til hægri. Mynd: Faulkner

Golflið Faulkner – Hrafn er 2. frá hægri og Sigurður Gunnar er lengst til hægri. Mynd: Faulkner

Sigurður Gunnar, sem lék með B-liði Faulkner varð í 4. sæti í mótinu og Hrafn sem var í A-liðinu varð í 6. sæti.

Golflið Faulkner varð í 1. sæti af 11 háskólum, sem þátt tóku.  Glæsileg frammistaða hjá Sigurði Gunnari og Hrafni!!!

Næsta mót golfliðs Faulkner er í Tennesse 28. október n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Freed Hardeman mótinu SMELLIÐ HÉR: