Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2013 | 21:00

GA: Skemmdum valdið á 3. flöt

Skemmdum var valdið í gær af mótorhjólastrákum, sem spændu upp 3. flötina á Jaðarsvelli á Akureyri.

Frá þessu er greint á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar, en þar segir m.a.:

Í gærkvöldi komu í heimsókn á 3. flötina ungir menn á mótorhjólum.  Heimsóknin skildi eftir sig skemmdir.

Eins og sést á myndunum að neðan er um talsverðar skemmdir að ræða sem tíma tekur að laga. 

GA vill taka vel á móti sínum gestum, en þetta er nú einum of.  Gestirnir náðust og er málið nú í höndum lögreglunnar.“

Eftirfarandi myndir fylgdu fréttinni:

Mynd af skemmdunum á 3. flöt Jaðarsvallar. Mynd: GA

Mynd af skemmdunum á 3. flöt Jaðarsvallar. Mynd: GA

Skemmdir á 3. flöt Jaðarsvallar

Skemmdir á 3. flöt Jaðarsvallar Mynd: GA