Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2013 | 14:00

Golfútbúnaður: Callaway Apex 2014 járnin – Myndskeið

Apex nafnið í nýju Callaway járnunum kemur frá Ben Hogan Apex járnum,  sem framleiddar voru fyrir u.þ.b. 25 árum , síðast 1990.

Helsta markmiðið, sem lagt var upp við smíði nýju járnanna  var, eins og svo oft áður,  að kylfingar næðu meiri lengd.

Kylfuandlitið á járnunum er örþunnt úr svipuðu efni og notað var í vinsælu X Hot brautartrén

Í samanburði við önnur Callaway járn þá býður Apex-inn upp á meiri fyrirgefanleika en X-Forged járnin en prófíll þeirra er aðeins þykkri.

Hvað varðar stærð og prófíl þá eru nýju Apex járnin einhvers staðar milli  X Hot og X Hot Pro járnanna.

Fyrir utan nýja hönnun á kylfuhausnum þá hefir Callaway einnig lagt mikla áhersu á skaftið en hægt er að velja um úrval af fyrsta flokks stál- eða grafít sköftum.

True Temper XP95 stálskaftið er létt (annaðhvort 93 eða 95 gramma), sem kemur boltanum hátt upp. Þykkt járnsins í skaftinu er einnig mismunandi. Nálægt gripinu er stálið þynnra til að bæta tilfinningu og það þykknar eftir því sem nær dregur kylfuhöfðinu til þess að ná fram meiri stjórn og nákvæmni á kylfunni.

Einnig er að velja um  UST Recoli grafít skaft sem aftur er létt (69 til 82 gramma) en býður upp á meira flex til þess  bæta vinnanleikann (ens.: workability) og tilfiningu.

Til þess að sjá kynningarmyndskeið með nýju Callaway Apex járnunum SMELLIÐ HÉR: