Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2013 | 20:00

GMac kvænist næstu helgi

Nr. 11 á heimslistanum Graeme McDowell (oft nefndur GMac) frá Norður-Írlandi kvænist næstu helgi sinni heittelskuðu Kristin Stape.

Kristin er bandarískur innahúsarkítekt, en  þau skötuhjú kynntust þannig fyrir 3 árum að hann réði hana til þess að innrétta höll sína við Lake Nona í Flórída.

Þau hafa ekki skilið síðan og Kristin hefir innréttað svona ýmislegt í lífi GMac síðan.

Giftingin fer nánar tiltekið fram laugardaginn 28. september n.k. á Bahama-eyjum.

„Við ákváðum að gifta okkur vikuna eftir Tour Championship“ sagði GMac. „Ég gæti ekki verið hamingjusamari.“