Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2013 | 20:45

Kaymer ánægður á „uppáhaldsgolfvellinum“

Martin Kaymer er ánægður að vera aftur á „uppáhaldsgolfvelli sínum í öllum heiminum“, en hann mun reyna að sigra annan Alfred Dunhill Links Championship titil sinn næstu helgi, en Kaymer er einn af því sem tíar upp á Carnoustie á morgun á móti vikunnar á Evróputúrnum.

Mótið er  hið glæsilega Alfred Dunhill mót.

Kaymer vann mótið árið 2010, en það var 4. titill hans það ár, sem varð til þess að hann vann The Race to Dubai (þ.e. var efstur á stigalistanum í Evrópu) það ár og honum finnst gaman að vera aftur kominn á St. Andrews, en á þeim velli ásamt Kingsbarns og Carnoustie fer mótið fram.

Í Pro-Am mótinu sem fram fór í dag var félagi hans, sem fyrr, bróðir hans Philip, sem var með pabba þeirra á pokanum.

Kaymer hlakkar til þessara daga í Skotlandi.

„Þetta mun verða hin besta skemmtun og það er það sem er svo gott við mótið. Sérstaklega vegna þess að ég fæ tækifæri til að spila við þá sem ég þekki vel og skemmti mér alltaf vel.“

„… ég hlakka til vikunnar. Við (Kaymer og bróðir hans Philip) hafa ekki haft tækifæri til að vinna liðakeppni vegna þess að hann er með 1 í forgjöf, þannig að hann verður að skora betur en besti atvinnumaðurinn á sunnudaginn, hugsa ég.“

„Það er mikilvægt fyrir okkur þrjá að verja tíma saman og það er bara gaman að spila á mótinu. St. Andrews er uppáhaldsgolfvöllur minn í heiminum og fólkið í Skotlandi skilur golf. Þeir skilja íþróttamennsku og allt í kringum það. Það er virkilega gaman að spila hér.“

Árið hefir ekki verið Kaymer gott og reyndar segir hann það hafa „slæmt“ en hann er þó ákveðinn að líta á það sem er jákvætt.

Þetta var mjög sérstakt ár, 2010. Í hverju móti sem ég tók þátt í vildi ég sigra – það snerist ekki um að vera meðal efstu 10 eða eitthvað í þá átt,“ sagði hann.

„En það er bara mjög erfitt að fylgja því eftir. Ef maður sigrar í fjórum mótum á einum ári, þ.á.m. í risamóti þá er erfitt að fylgja því eftir.

„Fólk vill vera almennilegt við mig og segir við mig að þetta sé svona meðalkeppnistímabil hjá mér, en þetta hefir bara alls ekki verið gott keppnistímabil. Það er allt eins gott að vera hreinskilinn hvað það snertir. En ég hef lært mikið, þannig að það sem annað fólk sér ekki, og getur ekki séð, þá var þetta samt mjög, mjög gott keppnistímabil – líklega eitt besta keppnistímabilið á golfvellinum sem ég hef átt.

„Þetta er allt í góðu lagi og ég held ekki að það muni taka langan tíma þar til ég fer að spila betra golf aftur.“

Heimild: Evróputúrinn