Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2013 | 16:00

Bandaríska háskólgolfið: Ragnar Már og félagar luku leik í 7. sæti

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese kepptu á the Cardinals Intercollegiate mótinu, í Simpsonville, Kentucky.

Mótið stóð dagana 23.-24. september og lauk því í gær. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum.

Ragnar Már lauk keppni á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (75 75 77) og varð T-44, þ.e. deildi 44. sætinu ásamt 4 öðrum.

Hann var á 3. besta skori McNeese og telur skor hans því í 7. sætis árangri McNeese í liðakeppninni.

Næsta mót Ragnars Más er Huskies Intercollegiate sem fram fer 30. september n.k. í Houston, Texas.

Til að sjá lokastöðuna í Cardinals Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: