Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2013 | 02:00

Golf 1 tveggja ára í dag!!

Golf 1 er tveggja ára í dag, þ.e.  2 ár eru frá því að fyrsta fréttin birtist á Golf 1 golffréttavefnum.  Það var frétt í greinaflokknum „Frægir kylfingar“ og um John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem enn í dag þykir fremstur í golfi af þeim sem setið hafa í forsetastóli í Bandaríkjunum.. Sjá fyrstu grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: 

Frá því fyrir tveimur árum síðan hafa tæp 7000 greinar birtst á Golf1, þar af um 2. hundrað á ensku og á 2. tug á þýsku, en farið var af stað með í sumar að skrifa íslenskar golffréttir á þýsku hér á Golf 1.  Golf 1 er því eini golffréttavefurinn í heiminum sem skrifar golffréttir á íslensku, ensku og þýsku.

Golf 1 mun áfram flytja fréttir af 2. vinsælustu íþróttagrein á Íslandi ásamt því efni sem vefurinn er orðinn þekktur fyrir: úrslitafréttir af öllum helstu mótaröðum heims, afmælisgreinar, kynningar á og viðtöl við kylfinga, kynningar á golfvöllum, kynningar á golfbókum, sögur af golfi, golfútbúnaðargreinar, krakkana okkar á Íslandsbankamótaröðunum, fremstu kylfingunum okkar á Eimskipsmótaröðinni, frægum og ekki svo frægum kylfingum, krökkunum okkar í bandaríska háskólagolfinu; fréttir af meistaramótum klúbba, sveitakeppnum, almennum mótum, hefðbundnum sem óhefðbundnum, kvenkylfingum sem karlkylfingum, ungum sem öldnum, íslenskum sem útlenskum.

Eins og lagt var upp með í upphafi er ekkert viðkomandi golfi Golf 1 óviðkomandi!

Bestu þakkir fyrir góðar viðtökur fyrstu tvö starfsárin.

Ragnheiður Jónsdóttir, ritstjóri Golf 1.